Heimur Gretzen....

sunnudagur, nóvember 30, 2003

Hamingja hamingja:)

Vá hvað ég er búin að hafa það gott um helgina:) Þvílík hamingja á einu heimili takk fyrir:) OHH það er bara svoo gaman að vera til. Á föstudaginn var Nings kvöld hérna heima og idol á eftir, ekki slæm blanda það get ég sagt ykkur.. og rúntur á eftir að sjáfsögðu. Þar sem ég er náttúrulega minnsti djammari í heimi, finnst mér alltaf jafn skondið að fara niður í bæ um helgar (sko á rúntinum) og sjá allt liðið uppstrílað og gellurnar í skóm dauðans, vitandi það að þegar líða tekur á nóttina verða þær orðnar haltar og sárar í fótunum, kannski búnar að hössla einhverja imba, málningin komin niður á kinnar og svo verða flest allir svo myglaðir og þunnir daginn eftir:p En ekki við laxdalshjónin.... voða settleg, eins og antíkhjón uppá Hrafnistu... hehehe kannski ekki alveg svo slæmt. Í staðinn fyrir þynnku og myglulegheit á laugardeginum, vorum við mætt í vinnu kl. 10 hann í expertos og mín í OnOff hjá tengdó, þar sem ég seldi jólaseríur og fleira húllumhæ til kl.4 um daginn:) Þetta var ekkert smá gaman; allir komnir í glimrandi jólaskap og tilbúnir í að fara að skella seríum á húsin sín. Eftir vinnu var það ræktin og potturinn í kjölfarið:) Við eyddum svo gærkvöldinu með tengdó og horfðum á gamlar videoupptökur síðan að kallinn minn var lítill polli í Heeman leik og fl. skemmtilegt. Sáum einnig upptöku frá brúðkaupi tengdó, en þá var tengdamamma gengin 4 mánuði með kallinn minn og hann var oggulítil baun í maganum á mömmu sinni. Þetta var bara algjört æði að horfa á það læddust fram nokkur tár hjá minni.. Og skal engan undra, þetta var algjört æði:)
Við hjónin vorum svo aldeilis dugleg í dag, get ég sagt ykkur. Tókum Kringluna og Smáralindina með trompi og versluðum jólagjafir.. harkan 6 á þessum bæ og við virkilega sátt við afrakstur dagsins!!! Takk fyrir takk fyrir. Í þessum skrifuðu stöfum er kallinn að elda matinn og mín bara að bloggast í kjallaranum. Iris the virus ætlar að sjá um eftirréttinn svo þetta verður alveg snilld hérna á eftir...
Ég bíð bara spennt, með fullt af plássi í maganum eftir að kallað verður á mig í mat:) hhehehhe, góð þjónusta á mínu heimili þetta sunnudagskvöld:)
Takk fyrir mig elskurnar, þið eruð best:*
lil'Gretzen

|

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Lítil prinsessa fæddist í nótt :)

Jæja, þá hefur hún loksins litið dagsins ljós þessi snúlla sem beðið hefur verið eftir í heillangan tíma. Sigrún og Reynir eignuðust sitt fyrsta barn kl.01:12 í nótt (27.nóv) og reyndist hún vera 50 cm löng og 3,64kg til að hafa þetta nákvæmt:) Hún var tekin með keisara, því hún var víst sitjandi þegar actionið var að hefjast. Elsku Sigrún og Reynir til hamingju með gullmolann:) Hlakka svo mikið til að sjá ykkur sem allra fyrst. Prinsessan á líka fína heimasíðu sem þið getið kíkt á og ef ég þekki foreldrana rétt þá líður ekki á löngu þar til fyrstu myndirnar af henni birtist.
Annars er lítið að frétta af mér sjálfri... vinnan, ræktin og svoleiðis pakki.. Við hjónakornin fórum svo á kaffihús í gær og var það bara rosalega kósý eins og alltaf þegar við kíkjum á kaffihús.
Erum svo að reyna að selja Svarta drekann okkar; VW Polo 2001 árgerð, beinskiptur, með álfelgum og spoiler!! Brilliant bíll, sem ég á eftir að sjá mikið eftir.
Hvernig ganga annars jólagjafainnkaupin hjá ykkur?? Ég er búin með 2 og 1/2 gjöf, og veit svona nokkurn vegin hvað ég ætla að kaupa fyrir fólkið mitt:) Ohh það er alltaf svoo gaman að versla svona fyrir jólin, þó að það geti nú stundum verið svolítið dýrt og jafnvel valdið smá hausverk þegar maður er ekki viss um hvað á að gefa hverjum... En samt gaman:)
En vinnan kallar elskurnar minar...
lil'Gretzen

|

þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Skyrþjófur er fyrsti jólasveinninn þetta árið!!

já þeir eru heldur betur fyrr á ferðinni þetta árið þessir blessuðu sveinar get ég sagt ykkur.. þann fyrsta er að finna í vinnunni minni og hann lét á sér kræla nú í dag og nefnist Skyrþjófur.is. Hef ekki enn fundið þjófinn, en einn liggur sterklega undir grun og hef ég fengið til liðs við mig nokkra einkaspæjara-álfa, sem vinna nú hörðum höndum við að finna karlinn atarna... :) hehehehehe....
---- annars byrjaði ég að skrifa jólakortin í gær og var ekkert smá dugleg að mínu mati:) 20 stk búin og aðeins meira en það eftir:) ææii ég kemst alltaf í svo gott skap þegar ég skrifa jólakortin og finnst þetta alltaf jafn ótrúlega gaman.. Jólalögin voru að sjálfsögðu spiluð undir og Ragnheiður yndi Gröndal ætti svo að gefa út plötu þar sem hún syngur bara jólalög! Ég gjörsamlega dýrka röddina hennar og vildi óska að ég gæti sungið svona vel sjálf, því þá þyrfti maður ekki að kveikja á útvarpinu og gæti bara sungið jólalögin sjálfur:) eheheh kannski ekki alveg... En allavega þá er þessi gella, bara æðisleg!!!
... ætla að segja þetta gott í bili elsku fólkið mitt og fara að loka höllinni og drífa mig svo í ræktina með kallinum mínum:p
lil'Gretzen

|

mánudagur, nóvember 24, 2003

Búin að læra að setja inn myndir:)

Snúllurnar mínar, þau Berglind Birta, Harpa Sól og Jakob Þór:)


p.s. takk Erla beibý fyrir að kenna mér að setja inn myndir:)
lil'Gretzen

|

...ææii mánudagur...

Daginn daginn elskurnar mínar... Ég er ekki alveg í besta gírnum þennan daginn, sem kemur nú ekki oft fyrir.. Svaf ekkert glimrandi vel í nótt og svo er lítið að gera í vinnunni og þá líður tíminn svo lötur hægt... Túrverkir frá *#$&%#* að kvelja mig og svo er mér ískalt í þokkabót!!! Buhuhu:(
Helgin var samt virkilega fín hjá minni.. Hitti hjúkkuna mína hana Stínfríði á laugardaginn og við fórum í smáralindina... windowshopping.is að bestu gerð og rúntað niður laugarveginn:) Gaman að sjá þig loksins litli útlendingurinn minn:) Fór svo í Bónus og gerði reifarakaup fyrir laxdals hjónin; ásamt því að kaupa jólakortin í rúmfatalagernum. Jeps, þá vitiði það:) Náði í betri helminginn í vinnuna um fimmleytið og við fórum svo í ostabúðina og keyptum okkur nammi: s.s. osta og með því.. Eftir pastagotterý og hvítlauksbrauð í kveldmat, fór iris the virus höndum um höfuð bróður síns og klippti hann ekkert smá flott:) Minn bara heljarinnar töffari með rokkaða klippingu:) Fengum okkur svo öl við mágkonurnar og svo skellti hún sér í djammheiminn!! Eitthvað sem við laxdalshjónin erum ekki meðlimir í:p
Sunnudagsrúnturinn hjá oss fól ekki í sér laugarveginn og ís, eins og hjá svo mörgum.. Langt í frá. Þingveliir, Skálholt (geggjuð kirkja) og Selfoss urðu fyrir valinu þennan sunnudaginn:) Svo verslaði ég jólagjöf handa mínum manni; flotti, flotti, flotti og svo var farið heim. Þegar minn kom svo heim úr skvassi með séra Gunnari, sáum við um matseldina fyrir heimilið. Tilraunaeldhús Laxdals hjónanna, fól í sér rauðsprettu, grænmeti, kartöflur og glimrandi sósu með:) Þetta lukkaðist þvílíkt vel (náði s.s.á. ekki að toppa kjúllann frá síðustu helgi.... mmmmmm) og svo var það eftirréttur a la tengdapabbi:) klikkar aldrei!
Hoppuðum svo út á videoleigu og tókum einn gammara; með breska sjarmörnum Hugh Grant og Söndru Bullock.. Two weeks notice og hún var bara voða fín, ef ég á að segja eins og er... og gátum við hlegið alveg böns:) náðum samt ekki að toppa hláturskastið sem við fengum um borð í flugvélinni á leiðinni heim frá spáni, þegar við horfðum á Saving Grace!! hehehehhe ... Sú mynd er argasta SNILLD og ef þú ert ekki búinn að sjá hana nú þegar.... þá bara út á leigu núna:)
Bið að heilsa yður í bili........
lil'Gretzen

|

föstudagur, nóvember 21, 2003

T.G.I.F. Thank God it's Friday:)

Þó að vikan hafi verið óvenju fljót að líða get ég ekki annað sagt; en T.G.I.F!!! Það er alveg kominn tími á helgarfrí og smá letilíf í ásbúðinni.. Er búin að vera virkilega dugleg í ræktinni í vikunni þó ég segi sjálf frá og kallinn minn er bara voðalega stoltur af konunni sinni:) Takk elskan mín:* Við fórum t.d. í ræktina á miðvikudagskv. og þá sló ég metið mitt á stigavélinni, 902kJ í einum rikk og ég hefði getað straujað fleiri... Við fórum svo í ljós á eftir og þegar heim var komið, komum við að luktum dyrum!!! allt slökkt, enginn heima, engir lyklar, enginn sími og ekkert veski!!! Við vorum gjörsamlega að deyja úr hungri, því við fórum beint úr vinnunni í ræktina og ljós:( mér fannst þetta auðvitað nett fyndið ( u know me) en kallinn var ekki alveg á sömu nótum:/ ehehehe.... við hoppuðum þess vegna aftur upp í bíl og ákváðum að keyra svolítið um og ath svo síðar hvort einhver myndi ekki detta heim.. Eftir KLUKKUTÍMA rúnt komum við aftur að luktum dyrum og þá var ekkert voðalega glatt á hjalla:( Mín var ekki búin að borða neitt síðan um hádegið (jú víst eina litla skyr.is) og klukkan var orðin 22:00!! Flúðum til Svönu ömmu og Óla afa, þar sem hungruðum var gefið að borða:)
------------
Bachelorinn valdi sem betur fer rétt í gær:) Við hjónakornin sátum sem límd við skjáinn og Jen okkar fór með sigur úr bítum!!! Að sjálfsögðu:) Konan var náttúrulega bara æðisleg í alla staði og gaurinn hefði verið eitthvað alvarlega heilaskaddaður ef hann hefði ekki áttað sig á því!!
------------
IDOL im Abend. Sie wollen es nicht vergessen meine Freunden:)
Wieder zum Arbeit....
Kleine Gretzen

|

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

Hið dulræna í lífinu....

VÁ!!! ég var að koma af miðilsfundi og ég hef bara aldrei lent í öðru eins... Án gríns þá var þetta bara yndisleg upplifun sem gerði mér ekkert smá gott. Ég fékk fréttir frá ástvinum að handan og alls kyns leiðbeiningar og staðfestingu á því að það er líf eftir þetta líf og eins á undan þessu lífi. Ætla ekkert út í details hérna, en ég hvet ykkur eindregið að skella ykkur á fund. Ekki gera ykkur miklar væntingar, því þá er auðveldara að brenna sig og verða fyrir vonbrigðum. Lára Halla; ástarþakkir fyrir mig:)
---------
Fór í ræktina í morgun:) kl. 7 takk fyrir og kallinn minn heima sofandi þessi elska:) híhíhí.. hann var svoo rosalega þreyttur sko, en ætlar að koma með mér í fyrramálið:) við sjáum nú til með það:) hehehe
Gavvuuuðð!! Haldiði að minn hafi ekki eldað BESTA KJÚKLINGARÉTT Í HEIMI á sunnudagskveldið!! Fylltar kjúklingabringur með leyniblöndu okkar laxdalshjónanna:) og svo voru hrísgjrón og gufusoðið grænmeti með:) Þetta var sjúklega gott!!! Alveg hreint geggjað:) mmmmmm .. ég fæ enn vatn í munninn þegar ég hugsa um þetta:) Svo sá tengdapabbi um eftirréttinn; jarðarberjaísterta með rjóma, súkkulaðisósu og kakódufti yfir!! Oh my god!! þetta var bara geggjað kveld, frá a-ö:) takk fyrir mig elskurnar;*
---------
Svo er það kaffihús eða eitthvað kósýlegt með henni Snorku minni í kveld, en það er sko alveg kominn tími á fund hjá Snorkavinafélaginu, þar sem við erum stofnendur, heiðursfélagar með meiru og yfirbraskarar:)
Heyri í ykkur síðar sætubaunir; lifið heil:)
lil'Gretzen

|

sunnudagur, nóvember 16, 2003

***Gyðjan***

Goddess
You are a goddess!


Which Ultimate Beautiful Woman are You?
brought to you by Quizilla

Já nú líst mér á mína:) tók annað próf og ekki léleg útkoma þar.....

lil'Gretzen

|

Cocktail a la Gretzen

Takk fyrir takk fyrir:) komst ad thvi hvernig cocktail minns er og er bara virkilega satt vid utkomuna! heheh
En hvernig smakkist thid hin?

You're an Orgasm!!  There are a few variations on this drink but one way to reach the climax is to combine equal parts of Irish cream liqueur, white creme de cacao, triple sec and v
""Which cocktail are you?""

brought to you by Quizilla


lil'Gretzen

|

www.letilíf.is

Góðan daginn góðan daginn:) Sunnudagur og kallinn að vinna = letidagur hjá Gretzen.. fórum að vísu í ræktina í morgun, sem var náttúrlega langt frá því að vera einhver leti. Við vorum ekkert smá dugleg get ég sagt ykkur og mín er bara öll að koma til... Búin að bæta mig um 4kg í bekkpressunni og veit að ég á helling inni:) Girlpower takk fyrir!!!
Passið hjá okkur hjónakornunum gekk ekkert smá vel og maturinn sem ég eldaði á föstudaginn smakkaðist bara eins og á ítölskum veitingastað:) (svona næstum.. heheheh) Vorum líka ánægð með úrslitin í idol, þá sérstaklega Helga Rafn, bara flottastur! Svo fórum við heim í garðabæinn og lúlluðum öll saman uppí rúmi, svona þangað til Birta fór að nota kallinn sem sparkpúða, en þá færðum við hana á dínuna á gólfinu og héldum áfram að sofa...
Við frænkurnar heimsóttum svo Möggu ömmu og Hauk afa í gær og það var sko mikið sport.. Fengum okkur piparkökur og reistum kastala úr ömmukubbunum, ekki leiðinlegt það:) Hoppaði svo í smáralindina seinnipartinn og OH MY GOD!!! það var martröð... svoleiðis pakkað af fólki og óðar konur hlaupandi með kallana í eftirdragi. Ég var ekki alveg í fíling þarna, en náði þó að kaupa smotterý:p tíhíhí:) Við fórum svo út að borða á Hornið í gær og það klikkaði ekki frekar en fyrri daginn. Eftirrétturinn samanstóð af ís&ávöxtum a la álfheimar og svo pönnukökum hjá Svönu ömmu og Óla afa í gær... ekki amalegt get ég sagt ykkur:)
En úr einu í annað.. eins og ég sagði þá er það letidagur.is í dag og ég er að hugsa um að halda þeirri iðju minni áfram.. Svo ætlar minn maður að elda fylltar kjúklingabringur í kvöld, sem getur ekki klikkað.. mmmmmmmmm:)
lil'Gretzen

|

föstudagur, nóvember 14, 2003

Gleðilegan föstudag:)

Aloha meine good vinir:) Hvað segiði svo gott í dag sætu grísir?? Það er babysitting kveld í kveld og ég tók mig til og spurði snúllurnar hvað þær vildu nú að ég og svanþór myndum elda fyrir þær. Harpa var ekki alveg viss sko, en birta var ekki lengi að ákveða sig. uuuuuu spagetti bara:) og þar með var það ákveðið:) Snillingur þetta barn að redda frænku sinni svona á nóinu.
Sáuði Bachelorinn í gær?? Sá hann... Ég og kallinn höldum að vitaskuld með Jen og hefði ég miklu frekar viljað sjá hana og Tinu fab sem "the last two standing"... Tina hafði eitt umfram hinar sem ég ber mikla virðingu fyrir og það er smá skammtur af reisn.. Hún vissi alveg að hann væri að kyssa allar gellurnar og lét hann því vita með stæl að hún væri ekki eins auðveld bráð og leyfði ekki hverjum sem er að hoppa upp á sig!!! Takk fyrir, en Tina þú rokkar!!! Sko nr. 2 á eftir Jen (en hún er algjör sætabaun og svoooo natural eitthvað).
.........
Haldiði svo að gellan hafi ekki verið súper dugleg í morgun!!! Mætt í ræktina kl. 06:15 takk fyrir og straujaði af mér 700 kcal á stigamaskínunni, lyfti, gerði 100 magaæfingar, teygði, fór heim og fékk mér weetabix í morgunmat og fór svo vakti kallinn minn með kossum og knúsum... en hann svaf þetta s.s. allt af sér þetta yndi:)
.........
En yndin mín.. ég ætla að halda áfram að vinna og heyri í ykkur síðar:* p.s. ekki gleyma idolinu í kveld:) wooohaaaa
lil'Gretzen

|

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Hvað á að gefa litlum gríslingum að borða??

Hvað er málið???? Við hjónakornin erum að fara að passa 2 snúllur annað kvöld og það sem ég get ekki hætt að hugsa um er... hvað eigum við að gefa þeim að borða?? Málið ætti ekki að vera neitt svakalega flókið, því þær borða u.þ.b. allt og sömuleiðis við.... En einhverra hluta vegna er ég bara alveg tóm??? Kannski hakk og spagettí??? Pítu??? Fiskibúðing??? Einhverja súpu??? Kjúklingarétt??? Pasta??? Ég er algjörlega tóm í kollinum hvað þetta varðar og í stökustu vandræðum..... AHA - Fékk hugljómun!!! Ég held að máið sé hreinlega að hringja í þær í kvöld og spyrja þær hvað þeim langi að borða annað kvöld:) OHH Gretzen litli snillingur:)
Ég er líka búin að vera í svoo góðu skapi í allan dag og skal engan undra:) ef þið bara vissuð hvað við fengum að heyra góða og skemmtilega hluti í gær... þá yrðuð þið ekkert smá abbó:) tíhíhíhí.... en minns ætlar ekki að segja ykkur það, því það er sooo gaman að eiga leyndó:) hehehhe
Ætla að fara að fá mér skyr.is skammtinn fyrir daginn og vona að þessi klukka fari nú að drattast eitthvað áfram...
Auf wiedersehen meine lieblings Leute:*
lil'Gretzen

|

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

Það er EKKI 1.apríl og hananú!!!

já ég er ekki frá því að sumir hérna í vinnunni hafi litið vitlaust á dagatalið í dag.... Það er EKKI 1.apríl í dag heldur 12.nóvember ef þið eruð ekki alveg með það á hreinu. Litlu dýrin í standsetningardeildinni létu mig sko heldur betur hlaupa 1.apríl ... eða réttara sagt 12.nóvember áðan... Oh my God hvað ég gleypti við þessu!! Þeir hringdu s.s. í mig og ég áttaði mig ekki á númerinu.. Sá sem talaði sagðist vinna á skiptiborðinu á Hlemm og sagðist hafa séð 2 stráka skilja eftir bíl skráðan á Heklu á strædó stoppunarstöð við Hlemm... Þeir hlupu bara úr bílnum og skildu hann á eftir!! Ég spurði hvort að þetta væri eitthvað grín, en ekki sagði strákurinn og ég varð auðvitað að trúa honum... Come on, Gretzen getur verið svo auðtrúa!! En akkurru átti ég ekki að trúa honum??? Þetta gæti alveg gerst, það kemur alls kyns lýður að prufukeyra bíla hérna... Anyway!! Gretzen hljóp uppí bílaþing til að láta sölumennina þar vita af þessu og einn þeirra sagðist skildu ná í bílinn á nóinu. Ég hljóp því aftur niður og tók upp tólið til að hringa í gaurinn og segja honum að maður kæmi að sækja bílinn... En nei, nei... þegar ég hringi í þetta nr. svarar einn pjakkurinn "Standsetning góðan daginn" og ég hélt að ég fengi kast!!!!! AARRRRGGGG... Ég lét svoleiðist gabba mig í mauk takk fyrir og svo heyrði ég bara þessi þvílíku hlátrasköll á bakvið!!! Þeir höfðu s.s. verið með bæði símtölin á "speaker" og fannst þetta sko ekki beint leiðinlegt.. Ég hleyp nú auðvitað aftur uppí Bílaþing til að láta vita að ég hafi verið göbbuð svo ærlega, en þeir voru á undan og vissu af þessu!!! Verð nú að viðurkenna að mér fannst þetta líka sjúklega fyndið og finnst enn... en það er ekki þar með sagt að ég ætli að taka þessu þegjandi og hljóðalaust!!! Ó NEI! þannig að standsetningarstrákar!!! þið megið sko vara ykkur!!! Ég mun ná fram hefndum þótt síðar verði... :) heheheheheh
lil'Gretzen

|

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

MISS AFGANISTAN!!!!!

Það er eitthvað að þessari blessuðu síðu minni!!!! :(
Þegar maður reynir að kíkja hingað kemur bara upp mynd af Miss Afganistan í bikiní og svo af annari afganskri konu í múderingu þessa blessaða lands!!! Hvað er málið og hver er að fikta í blogginu mínu???? URRR PURRRR!!!!!!
lil'Gretzen

|

Spinning tími dauðans!!!

OH MY GOD!! Ég hélt í alvörunni að ég myndi deyja í morgun.... Dugnaðarforkurin ÉG var mætt í spinningtíma í Sporthúsinu kl. 6:45 í morgun takk fyrir og ætlaði sko aldeilis að taka á því.. sem ég líka gerði, en ekki fyrirhafnarlaust!!! Þetta var hrein og klár geðveiki og ég hélt að ég myndi ekki meika tímann... munnurinn á mér þornaði upp á notime, þrátt fyrir að ég var mjög dugleg að drekka vatn og loksins þegar tímanum lauk var ég að því komin að æla og lagðist níður á dýnu og þurfti heilar 5 mínútur til að ná mér niður!!! Come on! Ég er nú ekkert í hrikalega slæmu formi get ég sagt ykkur, en betur má ef duga skal og Gretsen er byrjuð í átaki... Ekkert einhverri píningar-ekkiborðaneittgott-megrun eða svelti, heldur bara nýr og breyttur lífstíll til hins betra:) Og ég get sagt ykkur það, að þetta er svooo gaman og manni líður strax miklu betur:) Fór að lyfta með kallinum og vini hans í gær og mín stóð sig bara þrusu vel.. svo er bara málið að fara og lyfta aftur í kvöld:) Gellan alveg óð takk fyrir...
Back to work ya'll ...
lil'Gretzen

|

mánudagur, nóvember 10, 2003

jæja þá er helgin búin og maður er sestur aftur við skrifborðið sitt og byrjaður að blogga.... og í vinnunni nota bene!!! Blönduósingurinn, hún Ardís lenti í 2.sæti í idolinu sl. föstudagskvöld og stóð hún sig alveg hreint með stökustu prýði.. Ég verð nú samt að viðurkenna að ég varð fyrir eilitlum vonbrigðum þegar ég talaði við hana á ballinu heima á laug.kveldið, en þá spurði ég hana hvenær þátturinn hafði verið tekinn upp (enda vita augljóst að þetta er ekki í beinni). Ég hélt s.s. að hann hafði verið tekinn upp fyrr um daginn eða eitthvað álíka, en nei, nei.... hann var tekinn upp fyrir 3 vikum síðan!!!!! hvað er málið??? mér finnst það bara frat verð ég að segja og hananú!! Ballið var annars bara nokkuð fínt og spjallaði ég heillengi við gamlan kennara minn úr grunnskóla, sem var mjög sáttur við litlu sveitastelpuna sem stóð síg svona líka einkar vel þegar hún kláraði menntaskólann núna s.l vor. Mamma yndi bakaði líka vöfflur á laugardaginn svo eitthvað var nú borðað af þeim:) Svanþór át svona helminginn af öllu saman (eða meira) og var bara ánægður með afraksturinn. Við fórum svo í kaffi til Immu ömmu snillings á sunnudag og þá vorum við svo heppin að fá nýbakaðar pönnsur:) algjör lúxus og það grinnkaði líka vel á bunkanum eftir að minn maður byrjaði að borða!! Stór strákur og þarf að borða eftir því:) Svo bara komum við heim í garðabæinn og gærkvöldið fór í llllleeeeetttttiiiiii.... takk so meget:)

|

föstudagur, nóvember 07, 2003

er maður þá algjörlega dottinn í blessað normið; þ.e. bloggið.. svo er bara spurningin hvort að maður haldi þetta út og hafi frá nógu mikilli þvælu að segja.. það mun nú allt saman koma í ljós innan nokkurra daga.. vikna... eða eitthvað í þá áttina... Samt sem áður er það frekar fyndið að sitja hérna í vinnunni og hafa tíma til að leika sér á netinu og byrja að blogga.. Það eru ekki allir á launum eins og ég við það að blogga:) hehehe... Ljúfa líf á einu heimili takk fyrir:) Svo er það bara idol í kvöld: ÁFRAM ARDÍS ÓLÖF!!! og svo sveitin mín fagra .. Blönduós.. á morgun:) ætla að skella mér á ball með kallinum, gömlu hjónunum og fullt af öðrum eiturhressum Blönduósingum:) Heyrumst og sjáumst ljúfu hálsar:)
Gretzen kveður að sinni

|