Heimur Gretzen....

miðvikudagur, desember 31, 2003

***Gleðilegt nýtt ár til allra sætubauna landsins... og heimsins***

Milljón og
til ykkar allra í tilefni ársins 2004. Vona innilega að þið skemmtið ykkur konunglega um áramótin, en gangið hægt innum gleðinnar dyr elskurnar og sjáumst eldhress á nýju & spennandi ári:)
Þakka gott bloggár;)
lil'Gretzen

|

mánudagur, desember 29, 2003

....geisp......geisp.....geisp....

TAKK FYRIR MIG OG OKKUR:) Jólin eru búin að vera yndisleg frá a-ö og nú er maður mættur aftur í slarkið í höfuðborginni.... geisp, geisp... hér er ekkert búið að vera að gera í dag og maður bara búin að vera að skoða íbúðir og fínerý á netinu. Leitið og þér munið finna!! Hér er búinn að geisa norðlenskur hríðarbylur og garg í allan dag & án gríns þá er ég sú eina hérna sem er að fíla veðrið!!! Allir kvartandi og kveinandi yfir þessum snjó, en ekki Grétan; ohhh nei nei! Hellings snjó hefur kyngt niður í allan dag og ófáir bílar lent í stökustu vandræðum hérna á götum borgarinnar. Ég hringdi meira að segja norður í mömmu í morgun, til að færa henni þessi gleði tíðindi af veðrinu og hún bara hló af mér blessunin:) I wonder why??? Það þarf oft ekki mikið til að gleðja litla sveitastelpu frá dósinni get ég sagt ykkur:)
Mússý múss elskurnar; keep blogging beibís:)
lil'Gretzen

|

mánudagur, desember 22, 2003

2 litlir dagar, hangand'uppá vegg:)

Anna Katrín & Ardís
Vá hvað þær rokkuðu á föstudaginn:) Anna er náttúrulega í þvílíku uppáhaldi hjá mér að það hálfa væri nóg!! og svo var Ardís að standa sig virkilega vel eins og alltaf. Við fórum í matarboð heim til Óla & Sellu og VÁ hvað við borðuðum góðan mat!! Grafinn lundi, hreindýrapaté og kjúklingapaté í forrétt og hamborgarahryggur og lambakjöt í aðalrétt!! Og ekki má gleyma endalausu rauðvíni og bjór í eftirrétt. Ohh þetta var svooo gaman og við skemmtum okkur ekkert smá vel. Vorum 8 talsins; 4 pör og það er engin smá munur að skemmta sér með pörum og svo með singles... Hvoru tveggja skemmtilegt, en svakalega ólíkt:) Við stelpurnar sofnuðum svo allar saman uppí sófa þegar líða tók á nóttina og kallarnir voru alveg búnir að missa sig í rauðvíninu og capteininum.... hehhhe..
Laugardagurinn fór í vinnu og endalaus rólegheit þar á eftir.. fórum bara snemma að sofa það kvöldið, enda algjörlega dottin úr allri djammæfingu:p Svo erum við að fara í ræktina á eftir og það er ekkert venjulegt hvað ég hlakka mikið til! Ég fór náttúrlega bara 1x í síðustu viku, sökum smá hrakfalla sl. þriðjudag og get því ekki beðið eftir því að taka vel á því á eftir!!
lil'Gretzen

|

föstudagur, desember 19, 2003

Wooppyy dooo:)


Well darlings; það er að koma helgi:) Wooppyy doo!!! Ohh ég get hreinlega ekki beðið eftir að fá smá breik. Er samt örugglega að vinna eitthvað hjá tengdó um helgina, en það er bara ótrúlega gaman og tíminn bara flýgur... Nóg að gera í kvöld kæru hálsar... tvö teiti á dagskránni takk fyrir. Fyrst förum við í jóla-idol-matarboð hjá félaga Svanþórs, ohh hvað það verður gaman að borða góðan mat í fíling yfir Stuðmannaþemanu í idol! Svo er afmælis-útskriftarpartý hjá Öddu beibý og Ásdísi á Sólon í kveld!! Þemað er RAUTT, svo þetta gæti orðið alveg svakalegt!!
Svo er líka bara um að gera að liggja með lappirnar uppí loft um helgina, klára að skrifa á jólakort og pakka inn gjöfum, því jólin eru rétt að koma elskurnar:) ... og þá verður haldið í Norðurlandið!! .. vá hvað ég hlakka til:)
lil'Gretzen

|

miðvikudagur, desember 17, 2003

Hrakfallabálkur.is!!


Ég er svooo óheppin að það hálfa væri nóg!! Haldið að ég hafi ekki tekið netta dýfu í vinnunni í gær!!! Var að klifra í bæklingahillum inn á lager, því þar er enginn stigi og viti menn; mín flýgur af stað niður úr hillunni og lenti með vinstri "gluteus maximus" (er að reyna að vitna í stínfríði, en þetta þýðir s.s. rassvöðvi!) á svona líka ekkert-voðalega-mjúku-járnplötu-horni!! Ég er að tala um það að það kom ekki bara gat á uppáhalds gallabuxurnar mínar, nei nei.. heldur líka minn heittelskaða vinstri "gluteus maximus"! Buu huu... Þetta var sjúklega vont, en að sama skapi sjúklega fyndið.. og þið sem hafið meitt ykkur á svona fyndinn hátt, vitið að það er erfitt að hlægja og "gráta" á sama tíma.. Fór heim úr götóttum og blóðugum buxum.. mætti aftur í vinnu, með götótta rasskinn og hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist.. svona næstum því;p hóst hóst.... huh humm....
Hrakfallabálkur.is kveður að sinni!

lil'Gretzen

|

fimmtudagur, desember 11, 2003

Ræktin framundan....


Ég tók mér frí frá ræktinni í gær, eins og gefur að skilja fyrir þá sem lásu bloggið í gær.. huh hum;p Ég er ekki enn orðin góð, en það þýðir ekki að liggja í leti og kveinka sér á mínu heimili!!! Harðstjóri.is hérna megin! nei nei.. En allavega, ég er s.s. að fara í ræktina eftir ca. klukkutíma með henni Snorku minni og ég get svoleiðis sagt ykkur það að nú verður tekið á því!! Klukkutími í Body Combat brjálæðinu, svo tökum við hálftíma í lyftingar og magaæfingar takk fyrir og síðast en ekki síst: SKVASS þar á eftir!! Talandi um geðveiki á einum bæ:) Þetta verður svakalegt gæti ég trúað! Þannig að ef ég verð veik á morgun, þá verð ég ekki lengi að finna ástæðuna.
Heyrumst sætubaunir
lil'Gretzen

|

miðvikudagur, desember 10, 2003

Jei hei hei:) Sylvía og Svava eru að koma um helgina!!! Þvílík gleði og hamingja:) Það er svooo alltof langt síðan að ég hef séð þær, að ég get ekki beðið. Ætla að bjóða þeim í idolkveld heima og kíkja svo eitthvað út með þeim. Ekkert djamm frekar en fyrri daginn, en samt út fyrir hússins dyr.
Ætla annars að taka mér frí frá ræktinni í dag.. Tók svo all svakalega á því í gær, að ég geng um eins og haltrandi hæna með hækjur!! Ég er með engar smá harðsperrur í lærunum get ég sagt ykkur og fólk er búið að vera að spyrja mig hérna í dag, hvort ég hafi lent í slysi og ég veit ekki hvað og hvað.... Frekar neyðarlegt svona ef ég á að segja alveg eins og er..
Kallinn minn vann sinn fyrsta skvass leik í gær og þvílík hamingja á einum bæ:) Hann var svoo ánægður, að halda mætti að hann hefði verið að vinna stórmót.. (vill samt taka það fram að hann var ekki að keppa við mig, eða einhvern álíka lélegan í skvassi... heheheh). Til hamingju sætabaunin mín:)
Hei.. svo má víst ekki gleyma öllu fólkinu mínu sem er í prófum núna: Gangi ykkur öllum svoooo mest vel í heiminum og ég sendi ykkur öllum kossa og knús með DHL í kvöld. Luv ya guys:*
lil'Gretzen

|

þriðjudagur, desember 09, 2003

mánudagur.......


Helgin var bara algjört glimmer, eins og alltaf:) Idolið fór ekki alveg eins og ég hafði vonað!! Afhverju datt Sessý út??? Erla mín, ég spyr s.s. sömu spurn og þú! Get ekki skilið þetta. En við vitum öll að Vala átti aldrei heima akkúrat í þessari keppni.. Sjálf hefði ég viljað sjá Rannveigu detta út ásamt Völu, en það er bara mín skoðun. Anna Katrín var snilld, líka Kalli og að sjálfsögðu Ardís og Tinna... OHG hvað maður lifir sig mikið inn í þetta blessaða sjónvarpsefni.. frekar dapurlegt á stundum..
Keypti 3 jólagjafir um helgina og fer þetta allt að verða komið hjá okkur.. Vann hjá tengdó á laugardaginn og tókst auðvitað að pranga sætu jóladóti á mína elskulegu foreldra sem voru í bænum um helgina. Við gerðum svo tilraun til að fara í bíó á laugardaginn, en mættum of seint einhverra hluta vegna.... tókum okkur video í staðinn, sem lukkaðist ekki vel og var því bara farið tiltölulega snemma í háttinn það kveldið..
Sunnudagur: ræktin og búðarráp:) mjög fínn dagur og um kvöldið gerðum við aðra heiðarlega tilraun til að fara í bíó... En sú tilraun mislukkaðist líka... þá vorum við mætt alltof snemma.. eða um klukkutíma fyrir sýningu:/ HALLÓ!!! við vorum farin að halda að okkur væri ekki ætlað að sjá þessa mynd. Fórum í staðin í heimsókn og spöruðum okkur hellings pening það kveldið:) eheheh
Í gær vaknaði ég rúmlega sex og var mætt í ræktina uppúr 1/2 7. Hitti Rósu og Rúnar frá Blö. en þau eru sjúklega active í ræktinni og búin að flottum árangri hjónin.. Húrra fyrir þeim! Eftir vinnu fór ég svo í heimsókn til ömmu og afa, sem var náttúrulega bara algjört glimmer:) Við hjónakornin gerðum svo tilraun nr.3 til að fara í bíó og viti menn: ALLT ER ÞEGAR ÞRENNT ER!!! það tókst hjá okkur.. Love actually er argasta snilld:) vá hvað við skemmtum okkur vel, hlátur/grátur og allur pakkinn:) æææðððiiii takk takk:)
En nú er best að fara að loka höllinni og drífa sig í ræktos..
Lifið heil mín kæru:*
lil'Gretzen

|

föstudagur, desember 05, 2003

Well hellú there..... :)

lil´Gretzen er aldeilis búin að vanrækja Heim Gretzen þessa vikuna, en hef þó þá ágætis afsökun að það er búið að vera crazy að gera hérna í vinnunni og allt þar fram eftir götunum..
Ég heimsótti Sigrúnu, Reyni og litlu prinsessuna þeirra hana Anítu Sól á þriðjudagskvöldið ásamt henni Beggu vinkonu.. og VÁ!!! ég get svo svarið það að það fór allt að klingja hjá minni.. En við ætlum nú aðeins að bíða með það... takk fyrir....
Á miðvikudaginn fór kallinn til spámiðils og ég hlustaði að vitaskuld á spóluna um kvöldið, alveg hreint meiriháttar og þvílík lukka á einum manni og heimili:) Bara geggjað get ég sagt ykkur..
Í gær var BILAÐ að gera hérna í vinnunni!!! Það var árlegt aðventuboð fyrir starfsmenn og viðskiptavini og ég var bara í því að stjanast við Pál Óskar, Moniku, Diddú og strætókórinn.. Nehh segi nú kannski ekki stjana, en sonna aðeins að hlaupa fyrir þau... Og VÁ hvað Palli og Monika eru geggjuð:) Er farin út í búð að kaupa diskinn þeirra núna!!
Svo er að sjálfsögðu idolkveld í kveld og ég er að reyna að plögga smá gettogether hjá Gummsó brósa, því hann og frú voru að kaupa geggjað heimabíó sem mig langar virkilega mikið að sjá og heyra í, takk fyrir :)
.. jæja læt þetta gott heita í bili, en læt fylgja með mynd af prinsessunni þeirra Sigrúnar og Reynis...

***Aníta Sól Reynisdóttir***
lil'Gretzen

|

þriðjudagur, desember 02, 2003

Jólamánuður genginn í garð:)


Vá það er kominn desember og það eru bara 22 dagar til jóla... Nú er maður í fyrsta skiptið í trilljón ár, að því er virðist, ekki í jólaprófum og ég verð nú að viðurkenna að ég sakna þess smá. Finnst alltaf svo gaman í prófum, bara lesa, borða smákökur og þreita próf... Ég veit ég er skrítin, en það er allt í lagi, því þið eruð fyrir löngu búin að komast að því:) ehheheeh...
Við keyptum okkur bíl í gær.. græna dýrið sem við fengum í láni hjá vinnunni minni fyrir nokkru, er nú orðið okkar takk fyrir. Fínt að vera laus við þetta bílavesen og núna eigum við þennan skuldlaust og getum einblínt okkur að peningasöfnun fyrir íbúðarkaupum:) Frjáls framlög eru vinsamlegast þegin, margt smátt gerir eitt stórt:) Takk takk:) eheheh
Já heyriði mig, Jón Ingi frændi vor átti afmæli í gær:) 24 ára snillingurinn.. Til lukku með það kall og hlakka til að sjá þig:)
lil'Gretzen

|