Heimur Gretzen....

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Engin smá skutla:*

Aha... komin með algjörar skutluneglur;p Ég get svo svarið það að núna er ég bara eins og Tyra Banks súpergella!! Fyrir utan að ég er hvít og hún er svört, hún er hávaxin og ég er strumpur, hún er mjóna-ekki ég, hún er með sílikon-ekki ég.... hmmm ætti kannski að endurskoða þessa fullyrðingu mína svona eilítið...
Anyways..... ég er að fara að svitna eins og flóðhestur í eyðimörk á eftir get ég sagt ykkur!!! Ég er að fara í minn fyrsta þolfimitíma hjá honum Gauja alsherjargoða og hlakka mikið til að sjá/finna hver afraksturinn verður! Eftir tímann ætlum við hjónin að halda beint í laugina og synda svona eins og 1000m *hóst hóst* eða kannski bara athuga hitastigið á pottunum?!?!?! gæti trúað að það yrði niðurstaðan... Syndi bara í huganum.... heilasund-hugarsund-hundasund-stubbastund?
lil'Gretzen

|

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Neglur......

Hvað haldiði að ég sé að fara að gera núna á eftir... Ég er að fara að fá mér gelneglur!! Ykkur þykir þetta kannski ekkert tiltökumál, en fyrir mér er þetta algjörlega ný lífsreynsla sem ég er að fara að öðlast á eftir. Guðlín hringdi í mig og sagði mér að vinnufélaga hennar vanti "puttamódel" og hvort ég vilji ekki slá til.. Hmmm látum okkur nú sjá... stubbaneglur vs. gelneglur og fríkeypis í þokkabót.. Ekki lengi að ákveða mig þarna:) jú takk ég skelli mér:) hehhehe... ég er s.s. að fara núna eftir 10 mín eða svo og vona að þetta komi nú ágætlega út og verði ekkert voða nornalegt:)
---------------
en svo er bara spurning hvort að mín verður lyklaborðsfær með svona herlegheit á fingrunum í vinnunni á morgun.... úps:p
lil'Gretzen

|

mánudagur, janúar 26, 2004

no comment....


lil'Gretzen

|

föstudagur, janúar 23, 2004

.............::::::ÁFRAM ÍSLAND::::::..............**við gefumst ekki upp þó'móti blási, á Íslandi við getum verið kóngar allir enn. Látum engan yfir okkur vaða og sigrum þessa plebbalebba allir saman nú! Við látum hendur standa fram úr ermun - við látum hendur standa fram úr ermun - við látum hendur standa fram úr ermum og ekkert væl!!**
Góða helgi elskurnar..

lil'Gretzen

|

miðvikudagur, janúar 21, 2004

c",) Edrú! BEZT í heimi c",)


...ástæðan fundin fyrir minni ákvörðun að vera edrú enn einu sinni á þorrablótinu.. það bara gerist alltaf eitthvað stórundarlegt þegar ég bragða áfengi!!! Ekki endilega meðan á drykkju stendur.. Miklu frekar daginn eftir áfengissmakk... Ætti kannski að fara að huga að því hvað það er sem ég fæ mér að drekka í þau örfáu skipti sem ég fæ mér í glas, eða bara sleppa því... Edrú! BEZT í heimi!!
lil'Gretzen

|

mánudagur, janúar 19, 2004

Jæja nú mætum við á þorrablót!

Jammz núna ætlum við öll að hrissta af okkur vetrarslenið, halda norður yfir heiði og skella oss á þorrablót takk fyrir:) Ætla að sigla heim með Svövu beibý og vona innilega að fleiri sláist í för með oss... hmmm ekkert áekkipeningavæl takk fyrir!! Ég mun gera ykkur þann greiða að bragða ei áfengi það kvöldið og vona að það falli í ljúfan farveg.. ehh hemm.. Svona án gríns hef ég bara minnstu löngum í bús, en lítill fugl sagði mér nú víst að það væru óskrifaðar reglur að það mætti ekki vera edrú á þorrablótinu.. Úps! Svo mín ætlar að brjóta þær aftur! Var nefnilega líka edrú í fyrra og keyrði bara fyrir beztumömmu&pabba:) Ætli svo verði ekki bara aftur í ár:)
En endilega leyfið oss nú að heyra hvort að það sé ekki smá stemmari fyrir blótinu:)
lil'Gretzen

|

föstudagur, janúar 16, 2004

It's the final countdown!!! Idol senn á enda...


Það er nú ekki víst að öll dýrin í skóginum verði vinir í kvöld, þegar kemur að kosningu á Idol sviðsdýri og sjarmatrölli Íslands ... þetta var nú bara smá skot, ef þið náðuð því ekki. Kalli-Anna-Jón slást um titilinn í kvöld og þetta verður hasar gæti ég trúað. Ég er búin að ákveða það að ég ætla að miða mitt lokaatkvæði algjörlega við frammistöðuna í kvöld takk fyrir, en ef Kalli heldur áfram eins og hann er búinn að vera að syngja er það sko pottþétt að hann fær mitt atkvæði. U2 slagarinn var svakalegur hjá honum og það voru nokkrar "gæsabólur" sem risu á mínum spengilega kroppi þegar hann tók Bono með annari!!
--------Talandi um að vera orðin Idolsmædolfanfromégveitekkihvað!!----------
Jú.. annars er bara að koma helgi, sem er sko ekki neitt til að kvarta yfir.. Engir sölumenn að hrella mann eða fólk að setja út á það hvernig maður borðar!! hvað er t.d. að því að fá sér gulrótarsúpu og eina karftöflu í hádegismatinn, á meðan allir hinir borðuðu kjúllafeita.is, ég bara spyr?!?! En án gríns þá er ótrúlega fyndið hvað fólk er mikið að spá í hvernig ég borða hérna í vinnunni.. Borða sko dós af skyri kl.11 & 16, og fæ mér yfirleitt léttan hádegismat hérna.. kotasælubrauð, súpu eða eitthvað í þeim dúr. Hérna borða langflestir heitan mat í hádeginu + heitan mat á kvöldin, sem lýsir sér best þannig að fleiri en 1 og fleiri en 2 eru yfir kjörþyngd!! Say no more Gretzen - Say no more! Sumir hérna (nefni engin nöfn að sjálfsögðu) ættu allavega að fara að huga að sínu mataræði, í stað þess að vera endalaust að velta sér uppúr mínu:p
Góða skemmtun í idolpartýum í kvöld elskurnar mínar og megi sá besti/ sú besta sigra!!!
lil'Gretzen

|

miðvikudagur, janúar 14, 2004

*** Hríðarbylur, garg og gaman c",) ***

Ohh .. ég dauðöfunda fólkið mitt fyrir norðan, þar sem vetrarkonungur hefur aldeilis sýnt sínar bestu hliðar undanfarna daga. Mig langar í svona vont veður og læti:) Fengum smá sýnishorn um daginn og það var bara brilliant. Að vísu vorkenndi ég poloinum okkar soltið mikið þar sem hann var ekki alveg að meika þetta, en þetta er bara svo mikil stemmning sem fylgir þessu veðri. Mamma sagði líka að allir í kaupfélaginu, fyrirgefiði Húnakaup, væru bara brosandi út að eyrum í óveðrinu og allir gæfu sér nægan tíma til að spjalla og svoleiðis..
Hei... mín fór 2x í bíó á innan við viku og fríkeypis í bæði skiptin:) hehehhe... Fyrst fórum við Kristín á In the cut forsýningu sem var all svakaleg get ég sagt ykkur!! Meg Ryan sluttý slutt og Óli forseti var meðal forsýningargesta!! við vorum s.s. in the incrowd after all:)
Svo fór ég að sjá lokakafla trílógíunnar, Lord of the Rings, með Sylvó og Annsa og OHMG!!! hvað myndin var svakalega mikil snilld!! Ég og Sylvía sætabaun grétum úr okkur augun, en meistari Anna hafði smá forskot þar sem hún var að sjá hana í annað sinn. By the way, haldiði að litli Vóvi grís hafi ekki boðið minni í bíóið svo ég bara þurfti ekki að borga cent.. Takk uppáhaldið mitt:)

lil'Gretzen up in the clowds..............

|

fimmtudagur, janúar 08, 2004

.....:::Akureyris-elsku-krúttin-mín:::.....

Jæja elskurnar mínar svo þið viljið bara fá mig til Akureyrar:) æææii hvað þið eruð sætar. En við hjónin ætlum að fara að kaupa oss íbúð, svo ég held að fjarnám sé besti kosturinn í þeirri stöðu. En takk fyrir að vera svona æðislegar:) Þið vitið að þið eruð alltaf velkomnar í heimsókn til oss séuð þið á ferðinni hérna megin á landinu! En jú, jú.. ég var að senda meil á einhverja konu í háskólanum og ætla að reyna að hafa eitthvað uppúr henni varðandi námið. Ég er bara orðin rosa spennt að fara aftur að læra eitthvað, því eins og þið vitið er ég soddan nörd:p Ætla samt sem áður að vinna með náminu, enda að fara að kaupa íbúð með manninum mínum og til þess að geta það, þarf víst nokkra peninga.

----klippa hér------klippa hér--------klippa hér------- klippa hér--------klippa hér----

Í kvöld er ég svo að fara í bíó með henni Kristínu minni, en við erum að fara á forsýningu myndarinnar "In the Cut" með henni Meg Ryan (ekki Sigrúnu Ryan, heldur MEG:) ....) Haldiði að gellzið ykkar hafi ekki fengið boðsmiða á myndina "I'm sooo in the incrowd darlings" (ehh hmmm ....eða ekki....) og ákvað því að bjóða elskunni minni þar sem hún var að klára prófin sín í dag.
Tjus hons ponsur:)

lil'Gretzen

|

mánudagur, janúar 05, 2004

****************HÆ****************

...................::::::.................
Ég er bara voðalega hress og kát í dag enda ekki annað hægt:) Svaf alveg meiriháttar vel í nótt, eitthvað annað en sl. 2 nætur, þar sem mig dreymdi súrrealsika drauma af bestu gerð... vinnan búin að vera brill í dag og allt bara í lukkunnar-vel-standi:) Er farin að hugsa alvarlega um framhaldsnám núna og ætla að kynna mér Háskólann á Akureyri mjög vel... Lýst voðalega vel á stjórnunarbrautina þar, sem er 3ja ára nám til Bs. gráðu og þá er bara að plögga fjarnám frá Hafnarfirði eða Reykjanesbæ. Hvernig líst ykkur á þessar pælingar??? Annars kemur fjölmiðlafræðin líka til greina, svo að ég er ekki búin að negla þetta alveg niður.. enda nægur tíminn víst:)

lil'Gretzen

|

sunnudagur, janúar 04, 2004

lost for words....... or not!!!

Okei, ég verð nú að viðurkenna að mér brá frekar mikið á föstudaginn yfir idolinu... Anna hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan hún söng Yellow... fyrir utan smá grátur og frekju þarna á tímabili; en hvað sem því líður átti hún ekki skilið þessa lofsamlegu dóma frá Bubbs&Siggu!! só sorry beibí! Hún átti svo sannarlega skilið að vera meðal þriggja neðstu þetta kvöldið og Ardís hefði átt að setjast fyrst af þeim stelpunum í sófann aftur, en ekki AK. Tinna Marína, fannst mér engu að síður verðskulda neðsta sætið þetta skiptið, enda náði hún aldrei takti í laginu eða réttri tóntegund. Ósköp hefur maður það nú samt gott að geta gagnrýnt þetta svona heima úr stofu hjá sér og þurfa ekki sjálfur að standa fyrir framan alþjóð og taka þessari gagnrýni!
kom sá og sigraði alþjóð á föstudaginn, þetta var bara gargasta snilld og við áttum varla til orð þegar hann hafði lokið sínum flutningi.. Kalli you rock!!!
-----------
Áramót!!!-smá öl-mikill snjór-meiri vindur-fleiri skaflar-massív hálka-hellisheiði-ófærð-þrengslin-meiri hálka-bústaður-meiri snjór-MEST KÓSÝ-nett þynnka-meiri ófærð-Gleðilegt ár:)
lil'Gretzen

|