Heimur Gretzen....

föstudagur, febrúar 27, 2004

Er ég orðin gömul?!?!

Með:
***ég er ekki búin að fara á almennilegt fyllerý síðan gvuuð má vita hvenær... man það ekki einu sinni - svona án gríns; og nota bene - þá langar mig ekki á fyllerý í nánustu framtíð***
***sl. helgi í afmælinu hjá svabbý beibý - þá var ég farin að geispa kl. 23 og fór heim kl.02:00. Fannst samt bara mest gaman .. en var bara orðin eitthvað svo lúin***
***ég er alveg að springa, mig langar svo að læra að prjóna - en gef mér ekki tíma í það. Er meira að segja búin að boða mig í kennslu til Möggu ömmu sem bíður spennt eftir mér***
***kýs miklu frekar að vinna á morgun og fara í afmæli til litlu snúllunnar minnar hennar Birtu, heldur en að skella mér á fyllerý á Þingvelli með vinnufélögunum.***
***stend sjálfa mig að því í Bónus að leita eftir góðum tilboðum á mat.. alltaf að spara!! Keypti t.d. 2kg Nings hrísgrjóna pakkningu um daginn, bara afþví að þau voru á tilboði!!! Halló 2 kg !?!?!***

----------------------------------hhhmmmmmmm-----------------------------
Á móti:
***samkvæmt mínum bestu heimildum er ég rétt að verða 21árs.. það er ekki svo gamalt***
***ég er ekki komin með hrukkur og byrjuð að smyrja á mig hrukkukremum***
***á ekki tupperware-dót***
***er ekki farin að búa til slátur-rúllupylsu-lifrarkæfu-sultur og þess háttar góðgæti:/***

..........held að ég gæti haldið lengi áfram með báða listana, en það held að það myndi gagnast lítið... En hvað finnst ykkur????

little old'Gretzen

|

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Hvað segir þú í dag Hlöðver grís... *grónk grónk*

Ég hef ekki farið varhluta af þessum blessaða öskudegi og fengið ófáar heimsóknir hingað til mín:) Krakkarnir eru búin að vera feykidugleg að syngja og fílakaramellurnar fengið góðar viðtökur hjá litlum nammipúkum. Ég get nú samt ekki annað en brosað út í annað... Finnst svo svakalega stutt síðan að við vinkonurnar löbbuðum á milli fyrirtækja heima á dósinni, sungum okkur hásar og borðuðum svo nammi í marga daga á eftir!! Og n.b. þið borgarbörn!! það voru allnokkur fyrirtæki og nóg af nammi til að gefa okkur söngfuglunum í gamla daga! Ég vil ekki heyra neitt laugavegs-kringlu-nammi-mont-grobberý:p
**Annars er ég bara kát sem endranær.. skemmti mér konunglega á Gauknum um helgina.. fór að vísu heim kl.02, en áfangi engu að síður fyrir mig:) Ræktin er komin í fullan gang aftur og ég var ótrúlega glöð áðan þegar stelpa vildi gefa mér nammi áðan eftir að hún söng, því hún sagði að ég væri svo mjó:) hehehehe .... er það að vísu ekki - en stelpukrílið fékk prik frá mér og fullt af karamellum:)
.. ætla að fara að næra mig.. skyr.is og banani here we come!
lil'Gretzen

|

föstudagur, febrúar 20, 2004

c",) .........aahhhhh....... c",)

Vá hvað þetta var gott:) Ég fór í þolfimi í gær og svo Body Pump kl.6:30 í morgun með Snorkinum mínum og vá hvað þetta var mikil snilld. Var ekki búin að fara í ræktina í tæpa viku og komin með nett fráhvarfseinkenni!! Tókum vel á því gellurnar og ég er nokkuð viss um að ég eigi eftir að fá harðsperrur dau**** þegar líða tekur á kvöldið og á morgun... Svava mín átti stórafmæi á miðvikudaginn og heldur uppá það með stæl á Gauknum annað kveld.. Þetta verður hálfgert Blönduósinga –útibú þarna á Gauknum á morgun.. og varla fyrir hvern sem er (utanaðkomandi) að hætta sér þangað þegar líða tekur á kveldið... Múúhahahahahaaa!!! Ég hlakka svakalega mikið til að knúsa Svövu mína og tralla með lýðnum fram á nótt.. Já og hananú, Gréta er að fara að djamma!! Er samt ekki enn búin að ákveða hvort áfengi verður við hönd (munn) eður ei.
Gísli brósi minn, Guðlínn með kúlukrílið og Meistari Jakob eru að fara að flytja á morgun og að sjálfsögðu mætiir maður á staðinn til að hjálpa til við flutninginn! Þá er bara að vona að strengirnir verði ekki þeimun verri..
En vinnan kallar sætubaunirnar mínar.. sjáumst hress annað kvöld.. (þau ykkar sem eruð að fara til meistara Svövu).... já og góða helgi allir hinir:)

**p.s. Incubus koma til landsins í sumar takk fyrir!!!! Eins gott að þið mætið öll og hoppið með mér:)

lil'Gretzen

|

mánudagur, febrúar 16, 2004

Mánudagur

Eyddi deginum heima þar sem ég svaf ekkert sl. nótt vegna bakverkja og fleiri skemmtilegheita. Get því miður ekki sagt að dagurinn hafi verið neitt sérlega skemmtilegur, þar sem ég var jú bara veik heima ... alein ... Yndislegur kom jú heim í hádeginu og mixaði fyrir mig ávaxta-jógúrt-drykk, sem gerði mér bara gott:) Við kíktum aðeins uppí Grafarholt til að kíkja á 2 íbúðir, en komum að luktum dyrum svo við förum aftur á morgun með sölumanni líka... Nota Bene: Bara til að skoða!! Ekkert ákveðið enn varðandi kaup.... Don't worry, when that happens you will be among the first to know:) Helgin var annars bara svakalega fín... Mammz og pabbz komu í menninguna og pabbi hjálpaði Gilla bró að parketleggja nýju íbúðina.. Kíkti aðeins í Limalind... en það var svo stappað af fólki að mín fékk bara ógeð eftir smá.... Náði samt að versla smá "undees", sem mér finnst bara skemmtó:p eheheheh... Eftir NINGS veislu á laugardagskveldið fórum við að passa prinsessurnar og það gekk alveg splendid eins og alltaf:)
...Held að ég láti þetta duga.... bara svona svoo ég sprengi ykkur ekki úr leiðindum á þessum frekar dull degi mínum...
lil'sicky Gretzen

|

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Ekkert að frétta...

gasalega sætar frænkur... fékk þessa mynd hjá Ragga bróðir hennar Öldu vinkonu og fannst bara alveg kjörið að skella inn svona eins og einni mynd af Gretzen þar sem ég hef ekkert að segja.. svolítið skrítin mynd af uppáhaldinu, en það gerist nú stundum að maður virkar skrítinn á myndum.. vísa á myndirnar af mér og Marsibil því til stuðnings... sjá heimasíðuna hennar :)
*Fór að vísu niðrí Tollhús að sækja íbúðarvottorð!! Mér finnst það bara okur að þurfa borga 1000 kall fyrir einn stimpil á blaði sem segir til um að ég hafi ekki átt íbúð sl. 3 ár.. Ég hefði alveg getað sagt bankanum það sjálf fyrir engan pening!! En þetta er víst bara rétt að byrja... svo kemur greiðslumatið.. stimpilgjöld.. lán og skemmtilegheit:) Það er ekki tekið út með sældinni að verða fullorðin.. jú, mér finnst þetta barasta fínt - ef ég á að segja alveg eins og er:)
** If you're happy and you know it: clap your hands "clap - clap". If you're happy and you know it clap your hands "clap - clap". If you're happy and you know it and you really wanna show it, if you're happy and you know it clap your hands:) **
lil'Gretzen

|

mánudagur, febrúar 09, 2004

Sólarhringsstopp í hamingjunni fyrir norðan

jújú.. þetta varð nú ekki nema rétt rúmlega sólarhringur sem við dvöldum í hamingjunni á Blönduósi. Lögðum ekki af stað á föstudagskvöldið vegna ófærðar á heiðinni og stórhríðar, en skelltum okkur þess í stað út í óvissuna á laugardagsmorgninum. Hmmm við s.s. lentum í stórhríð í Borgarfirðinum og ákváðum að halda áfram þrátt fyrir auglýsta ófærð og gargandi rok & stórhríð. Við erum jú einu sinni á 38" breyttum Polo!!! *hóst hóst* Þegar við komum lokst upp á heiði var allt stopp vegna stærðarinnar snjóskafls; vorum númer ca.20 í röðinni og þurftum að dúsa þarna í ca. 1 og hálfan tíma takk:) Heimferðin tók s.s. 5 klukkustundir!!!
Maðurinn minn fór svo að kenna Blönduósingum réttu tökin í golfinu og ég skrapp í Kaufó og bakaði Naan brauð á meðan. Eldaði Tandoori-kjúklingaréttinn sem við fengum uppskrift að hjá S&S og mér tókst svona líka svakalega vel með herlegheitin!!! Naan-brauðin voru hrein snilld; með leyndardómsfullri kryddblöndu a la Gretzen!! Alveg bókað að þessi réttur á eftir að verða fastagestur á matseðli okkar hjónanna:)
Kíkti á Bakkann um kveldið með Marsibil æðibita og Guggu okkar Morgan:p og svo bættust fleiri í hópinn.. Ég var nú bara í kaffinu og akandi, á meðan sumir fengu sér aðeins í eina tánna... Fór svo heim um hálf tólf (ooo ýkt snemma.. algjör auli...) og fór að kúra hjá manninum mínum sem var farinn að sofa eftir langan dag..
Í gær kíktum við í heimsókn til Immu ömmu og þar var lifrarpylsugerð í fullum gangi:p Oj!! ég er ekki aðdáandi, en við fengum nýbakaðar skonsur og kleinur:) nene nene ne ne:p
Skytturnar 4 (ég og minn, Svava og Bjarni hennar) lögðu svo á stað í menninguna um 5 leytið; en haldiði að það hafi ekki púnkterað (hvellsprungið) hjá oss í vestur sýslunni!!! Varadekkið reyndist vera hjólbörudekkjaraumingi og máttum við ekki fara hraðar en 80km/klst en fórum stundum uppí 90!! Alveg svakalegt fart á okkur!! púff!! Komumst þetta nú samt að lokum og fórum heim að kúra:) (Sko bara við 2 ekki skytturnar 4...)
En þetta reyndist þó vera hin mesta skemmtun þessi sólarhringur í lífi oss:)
Með þökk, lil'Gretzen

|

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Púla.. svitna.. hoppa.. svitna.. dansa.. svitna..

Engin kanínu og kúrileti í mér í kvöld takk fyrir - Ó nei!! Er að fara að púla á eftir.. kominn fimmtudagur, sem þýðir þolfimi í Sporthúsinu kl.19:30 takk fyrir. Ekki víst að snorkurinn minn komist því hún er lasin þessi elska, eins og svo margir víst. Einhver voða pest að ganga, sem mín hefur engan tíma til að fá í heimsókn. Hvet ykkur því eindregið sem eruð í borginni að mæta í tímann í kvöld, því þetta er snilld! Svipað eins og að fara edrú á djammið og dansa eins og brjálæðingur:) Geggjað!!
Svo kemur maðurinn minn heim á morgun (get ekki beðið...) og þá verður brunað beint á Blönduós, þar sem hann verður með golfnámskeið um helgina takk fyrir. Vona bara að færð og veður fari nú ekkert að stríða oss á leiðinni heim í heiðarholuna:)
Sjáumst í Sporthúsinu kl.19:30 takk fyrir...
lil'Gretzen

|

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Gréta litla grasekkja

**Jú,jú.. mikið rétt. Maðurinn minn er floginn til Danaveldis í nokkra daga, þar sem hann situr fundi og skoðar Köben með yfirmanni sínum. Hefði maður verið game í nokkra daga ferð til kóngsins Köben - ó já, en í staðinn er mýslatýsla heima að vinna fyrir fjölskyldunni sinni (sem minn maður er nú líka að gera-bara í öðru landi.)
**Helgin var bara alveg splendid verð ég að segja.. var að vísu að vinna eins og brjálæðingur á 4x4 Pajero sýningu í Heklu um helgina og það var bara ótrúlega gaman. Fullt af fólki, flottir bílar og gott veður:) Fórum í matarboð á laugardagskvöldið til Sóleyjar og Stebba, geggjuð íbúð og geggjaður matur. Ætlum að elda réttinn sem þau elduðu fyrir okkur, fyrir mömmu og pabba um næstu helgi:) nammi namm.. Tandorri kjúlli, með heimagerðu nanbrauði og hrísgrjónum.. *slef..slef..slef*. Á sunnudaginn eldaði mín sunnudagssteikina fyrir fólkið; hryggur með öllu tilheyrandi og gekk svona líka ljómandi vel. Vorum 5 stykki og átum hrygginn upp til agna takk fyrir:)
**Hitti svo uppáhalds Snorkinn minn í gær og hún ætlar að koma með mér í þolfimi hjá Gauja á fimmtudaginn:) Vilja fleiri vera memm?? Bara argasta snilld, get ég lofað ykkur!!!
lil'Gretzen

|