Heimur Gretzen....

mánudagur, mars 29, 2004

Vá hvað ég er orðin stór!!!


jæja loksins loksins koma STÓR-fréttirnar mínar sem kannski einhver hefur beðið eftir.. Við hjónakornin erum búin að kaupa okkur íbúð sem við fáum afhenta eftir rétt um 2 mánuði takk fyrir:) Við fengum þetta staðfest í morgun og það er ekkert lítið sem við hlökkum til. Fórum einmitt og sýndum mömmu&pabba íbúðina um helgina og þeim fannst hún bara æðisleg:) Allt nýtt og gæti bara ekki verið betra:) Þannig að Gréta litla mýsla er bara orðin fasteigna- og þvottavélaeigandi ásamt sínum yndislega eiginmanni:)
***Lífið er yndislegt, með þér .. það er rétt að byrja ..... ***
Afmælisveislurnar um helgina voru brilliant, nóg af kökum, góðum mat og öðru góðgæti:)
Kíkti svo á stóra strákinn hans Bjössa og hann hefur hlotið gælunafið Kúri, þangað til rétt nafn verður gert opinbert. Þessi stóri 19 marka strákur er samt svoo mikið písl þegar maður knúsar hann og að sjálfsögðu bara mest sætastur... Við vorum þarna tvær vinkonur Bjössa, ásamt foreldrum litla prinsins ... og það var varla hægt að tala saman útaf látunum í okkur tveim .. *kling - kling - kling* hehheheheh

lil'Gretzen kveður að sinni og þakkar fyrir lesturinn

|

föstudagur, mars 26, 2004

Brjáluð vika!!!

VÁ hvað það er búið að vera crazy mikið að gera í einni viku .. eitthvað bílaalmætti hefur greinilega ákveðið að skella öllu á mann í einu! Ekki það að ég sé að kvarta, það er alltaf gaman að hafa nóg að gera í vinnunni - en fyrr má nú hreinlega vera.
*Stóru fréttirnar mínar sem ég boðaði um daginn eru ekki enn orðnar 100% klárar ... en niðurstaða fæst í málinu á mánudaginn.. Ég bíð svakalega spennt og krosslegg fingur & tær í von um að dæmið gangi allt saman upp:)
*Handboltaleikur á miðvikudag: Ég og Andrea vinkona fórum á Fram-Stjarnan og leiðinlegri leik hef ég ekki séð síðan að við Hvatarstelpur keyptum á móti KA og Þór í denn tid *hóst hóst*!!! Þetta var þvílíkt burst hjá Frömmurum (sem við vorum alveg sáttar við sko) en leikurinn fór 35-17, svo þið getið rétt ímyndað ykkur að þetta var ekki mikið fyrir augað:( Við Hvatarstelpurnar hefuðum örugglega getað unnið Stjörnumenn miðað við leikinn sem þeir spiluðu!!! og þá er sko mikið sagt .. heheheheh...
*Annars bara tel ég mínúturnar þangað til vinnuvikan klárast .. afmæli í kvöld og afmæli á morgun .. smá hittingur annað kvöld og fleira gaman:)

Still to go: 5 klst 20 mín og 16,15,14,13 ... sek ...

lil'Gretzen

|

þriðjudagur, mars 23, 2004

**** Lítill prins fæddist í gærkvöldi ****


Loksins-loksins-loksins:)
Björn Ragnar besti vinur og konan hans hún Una eignuðust fallegan stóran strák í gærkvöldi og vóg strákurinn tæp 5 kg takk fyrir og mældist 54 cm að lengd. Alveg rosa stór strákur og mest sætur geri ég ráð fyrir, þar sem mamman og pabbinn eru sko toppeintök bæði tvö.
Ég er svoo spennt að hitta litlu familíuna og fá að knúsa litla prinsinn..
Svo átti mamma besta líka afmæli í gær (til hamingju með það mamma best), svo gærdagurinn var bara brilliant frá a-ö:)

Happy lil'Gretzen kveður að sinni

|

mánudagur, mars 22, 2004

hér á að vera einhver sniðug fyrirsögn

að öllum líkindum verða stórfréttir í boði á morgun .. segi ekkert strax, því ekkert er staðfest ennþá.. En ef af verður, verða þetta STÓR-fréttir!!! Spennan í hámarki hérna megin takk fyrir:)
Þetta er svakalegt!! ég svaf ekki dúr í nótt og er vægast sagt mjög sybbin hérna í vinnunni í dag. Til allrar hamingju er ekki mikið að gera:) pjúff maður..
Heyrumst á morgun elskulegu lesendur .. ef það er einhver að lesa þetta bull í mér:)
lil'Gretzen

|

sunnudagur, mars 21, 2004

pjúff hvað þetta er vandasamt verk


það er sko alveg klárt mál að það er ekki léttasta verk í heimi að versla sér eitt stykki húsnæði... Vá hvað þetta er gríðarlega erfitt!!! En þetta hlýtur að koma með kalda vatninu .. vonum það allavega.
Íbúðin sem kallaði á okkur hjónin um daginn, var víst eitthvað hás og þetta reyndist ekki eins góður kostur og við héldum fyrst. En það er líka allt í lagi, því sem betur fer komumst við að því áður en við keyptum hana og fluttum inn. En helgin er bara búin að fara öll í þessa húsnæðisleit, ásamt því að skattaskýrslan var gerð... Hún gekk bara fínt hjá mér, en ég skulda skattinum einhvern 4.000 kall og lifi það nú alveg af held ég ...
en það þýðir ekkert að hangsa, nú er það næsta skattaskýrsla sem þarf að klára og svo að leita meira - leita meira - leita meira ....


lil'Gretzen

|

fimmtudagur, mars 18, 2004

þú færð kraft úr kókómjólk .... eða eitthvað

Stjórn Snorkavinafélagsins og heiðurmeðlimir; ég og Snorka mín a.k.a. Arnheiður ofurskutla skelltum okkur á uppistand á Kringlukránni í gær:) Þetta var svona konukveld, ef svo má að orði komast, þar sem grínistarnir voru 3 gamanleikkonur. Gulla í Svínasúpunni, Ólafía Hrönn/Lolla og svo Björk Sellófon. Þær 2 fyrstu fóru gjörsamlega á kostum og ég þakkaði fyrir að hafa ekki málað mig frekar en fyrri daginn. Við grenjuðum bókstaflega úr hlátri og vorum komnar með krampaköst á alvarlegu stigi. En salurinn gjörsamlega datt niður og öll stemmningin með þegar Björk stökk á svið. Afsakið, en mér fannst hún bara EKKERT fyndin. Ég reyndi nú samt að brosa út í annað, svona hennar vegna þar sem ég var beint fyrir framan hana og myndavélina sem var á sviðinu (upptaka í gangi allan tímann fyrir Skjá 1) :/
Takk fyrir snilldar kvöld Snorka mín, og ég vona að guðsonur minn; rauði kagginn þinn, fari nú að haga sér vel.

One happy little bunny here: fór og skoðaði 2 íbúðir með tengdapabba áðan, því maðurinn minn var að kenna og án gríns þá held ég að íbúðin sé fundin!!!!! oh my god, hvað önnur íbúðin var bara æðisleg. Þær voru að vísu báðar flottar, en önnur bara svona hrópaði á mig: ÉG VIL AÐ ÞÚ OG MAÐURINN ÞINN KAUPIÐ MIG - TAKK FYRIR NÚNA STRAX ... langar í hana núna - helst í gær:)
Læt ykkur vita hvernig gengur:)
lil'Gretzen

|

sunnudagur, mars 14, 2004

Helgin senn á enda ... og ný vika tekur við

Eftir að hafa legið heima hálfan fimmtudag og allan föstudag, "uppdópuð" af verkjalyfjum hélt ég að ég myndi nú alveg geta unnið á laugardaginn þó að bakið væri ekki alveg 100%... En allt kom fyrir ekki, ég mætti kl. 9 í vinnuna og fólk var ekki alveg að skilja hvað ég væri að vilja þangað í mínu ástandi, en ég þrætti fyrir og sagði að fyrst ég væri ekki dauð... þá gæti ég alveg unnið, eins og ég hafði ætlað mér!!!
hmmmm ég entist s.s. í 3 klukkutíma og var þá bara búin á því ... Great!!! Mér fannst bara leiðinlegt að þurfa að fara, en bakið fór bara í verkfall og sagði hingað og ekki lengra.. mín varð bara að gjöra svo vel og hlýða takk fyrir.. Er samt öll að koma til núna (enda komin HEIL VIKA) og ætla í vinnuna á morgun:) held samt áfram á lyfjakúrnum mínum, svo þetta jafni sig nú alveg örugglega.
Við hjónakornin fórum á árshátíð Símans í gær ásamt bestumömmuogpabbaíheiminum og það var alveg hreint þrusu stuð. Maturinn var geggjaður og 500 kallinn fór á kostum. Hann tók þvílíka syrpu ásamt Lagerlúðunum og maðurinn gjörsamlega átti salinn (1000 manns eða svo) og stóð sig ekkert smá vel. Við fórum nú samt snemma heim, eða um tólf og leyfðum hinum heldri að skemmta sér fram á rauða nótt..... sem þau og gerðu með hinum einu sönnu Stuðmönnum:)
Mmmmmmmmmmm ....... maðurinn minn var að koma heim og ég ætla að fara að sinna honum:) hehehhe

lil'Gretzen

|

fimmtudagur, mars 11, 2004

Bannað að sitja!!!

Aha! samkvæmt læknisráði má ég ekki sitja ... bólgur í baki og 4 daga seta í vinnunni hafa einungis gert illt verra og núna er ég s.s. heima og á ekki að mæta aftur í vinnu fyrr en í fyrsta lagi á mánud. eða þriðjud. í næstu viku!!! urr purr ... ekki auðvelt fyrir eitt stykki kannekkiaðverarólegheimaoggeraekkineittgretzen eins og margir vita.. ég ætla samt að krosslega fingur, tær, hendur og allt og vona að ég verði orðin fín á laugardaginn svo að ég geti nú unnið á VW Golf kynningunni niðri í vinnu.. Já þetta er skrýtin heimur - mig langar svoo að geta unnið. Þetta verður alveg svakalega helgi og fullt af action; sem þýðir að minns vill vera memm:)
Þangað til þá Voltaren Rapid og Parkódín here we come!!!
lil'Gretzen

|

þriðjudagur, mars 09, 2004

*****Nálastungur*****

Jebba that's right! Ég fór s.s. í nudd í dag, því bakið á mér bókstaflega fór í gær! Ég kjögraði um eins og gömul kona sem hafði ekki efni á að kaupa sér göngugrind og brá ég því á það ráð að skella mér í nudd. Skrapp því úr vinnunni í dag; lét pota í mig nálum, toga mig & teygja og nudda aðeins til.... Svona til að gera langa sögu stutta, þá skánaði mér alveg heilan helling - en hitt kemur með tímanum.. Þarf víst að slaka aðeins á og gera einhverjar æfingar til að losa um stressstöðvar og bólgur í vöðvafestum. Ég fékk s.s að vita það að ég læt víst allt mitt stress og áhyggjur beint á einn stað (rassarassinn minn)... Skil ekkert í því afhverju hann er alltaf svona tens þessi bossi minn ... Einhver hugmynd!?!?!?!
bla bla bla bla bla bla bla.....
helgin var glimmer:) takk stelpur mínar fyrir spjall og skemmtilegheit á bakkanum - það klikkar aldrei að hitta gullmolana sína fyrir norðan ... vona að við verðum enn fleiri á næsta "fundi" :)
Annars er þetta að frétta ... endless love and happyness .... greiðslumat coming up .... hunting for apartmentos .... árshátíð Landsímans um næstu helgi .... Nýr Golf V frumsýndur um næstu helgi!!! .... and last but not least; Bjössi alveg að verða pabbi c",)

Life's great:) fyrir utan einstaka bakverki now and then...

lil'Gretzen með stressaða rassinn kveður að sinni

|

fimmtudagur, mars 04, 2004

Myndarlegir sambýlingar

Ég fór í 1 stk. heimsókn í gær í Hraunbæinn... Um leið og ég labba inn er mér boðið í þennan líka dýrindismat.. Mafíósa kjötbollur - bakaðar í ofni - bráðinn ostur yfir - spagettí og heimabakað hjartabrauð a la Annsi frændi. Þetta var bara snilld hjá þeim og endalaust gott.. Ég var s.s. í heimsókn hjá Svövu, Bjarna og Önnu ... og ekki má gleyma Ólíver og Hildigunni:) en þau eru dvergkanínur (börnin þeirra Svövu og Bjarna). Svo var bara spjallað um hitt og þetta, lengi vel mislukkaða Spánarför okkar hjónanna - ævintýraferð Svövu til Portúgal og krimmahverfi í London sem Anna þurfti að ganga um seint að kveldi til....
Annars er það bara ræktin í kvöld!! Lyfta - lyfta - lyfta og magaæfingar takk fyrir !!! Móttóið er: í bikiníið fyrir sumarið:)

lil'Gretzen

|

þriðjudagur, mars 02, 2004

Ungur nemur - gamall temur


Þetta verður fróðlegt kvöld í kvöld gæti ég trúað. Hvernig það endar er allt annað mál. Þannig er mál með vexti að mín er að fara að kenna afa gamla (rétt að verða 78 ára) á tölvu!!! Maðurinn er nýbúinn að fjárfesta í fartölvu og þá er bara um að gera að hefjast handa og læra á gripinn. Mér finnst afi minn mesti snillingur sem um getur - og að leggja í þetta á þessum aldri er náttúrulega bara tær snilld:) Er búin að útvega mér kennsluforritsdiska handa kallinum og vonast til að koma honum á fljúgandi skrið í þessum tölvugeira strax í kvöld:)
Annars er það að frétta að við ætlum að sigla í norðurlandið um helgina og held að það verði sko ekki slæmt að fá sér eina gulrótarköku hjá henni Erlu Perlu í Gullna Hofinu eins og sumir kalla Bakkann minn og kaffi með:) Nammi nammi namm:)

litla gréta gulrót

|

mánudagur, mars 01, 2004

Ich bin ein Kügelschreiber!

Eða eitthvað... það mætti halda að ég væri einhver þýskumaster eða eitthvað álíka... Það er Þjóðverji hérna í vinnunni, sem er búinn að vera halda námskeið vegna nýja Golfsins sem kemur núna um miðjan mánuðinn. Hann s.s. er búinn að komast að því að ég skil svona smá og smá í þýsku og núna vill hann s.s. bara að ég tali þýsku við hann og þýði fyrir hann þegar hann er að tala við strákana!!! HALLÓ!!!! Ég kann svona smá og smá.... málfræðilega séð og eitthvað skólastússerý, en ég get ekki haldið uppi samræðum við Herr Weiskopf auf Deutch bitte. Hmmm Ich glaube nicht...
*** Ohhh litla snúllukrúslan mín hún Berglind Birta á 5 ára afmæli í dag þessi elska:) Fór í afmælisveislu á laugardaginn og það var náttúrulega borðað yfir sig af kökum og góðgæti... Kossar og knús litla mús:)***

Litla snúllan mín, hún Berglind Birta:)

Auf Wiedersehen, kleine Gretzen

**p.s. Við hjónin fjárfestum í hinu víðsfræga og geysivinsæla RISK spili um daginn og settumst niður í gærkveldi og ætlum aldeilis að spila okkur í gegnum kveldið..... Hmmmm gekkk s.s. ekki og óska ég hér með eftir kennslu í þessum fræðum frá einhverjum Risk-spekúlanti takk fyrir:)

|