Heimur Gretzen....

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Fjölmiðlafrumvarpið!!!

**vá maður... það er ekki talað um annað þessa dagana. Í matartímanum mínum í dag vorum við þrjú að ræða málin saman um þetta blessaða frumvarp, Dabba kóng - Baugs ríkið - Jón Ásgeir og allan pakkan. Þetta var ótrúlega skemmtilegt spjall og ýmsar skoðanir komu í ljós. Með og á móti þessu blessaða frumvarpi.
**Ég er s.s. alfarið á móti þessu blessaða frumvarpi og get með sanni sagt að ég aðhyllist ekki sjálfstæðisflokkinn og einræðisherra Íslands, herra Dabba kóng. Til að forðast allan misskilning þá er ég ekki alfarið á móti Davíð Oddsyni eða öðrum meðlimum sjálfstæðisflokksins, enda hefur hann og flokksmenn hans gert margt gott fyrir íslensku þjóðina.. EN fyrr má nú aldeilis vera eineltið á Jón Ásgeir og Baugsmenn! Þetta er náttúrulega of mikið af hinu góða og það veit 70% þjóðarinnar samkv. nýlegum könnunum. Ef þetta frumvarp gengur í gegn, getum við sagt bless við alla samkeppni á fjölmiðlamarkaðnum og það er ekki nokkur glæta að erlendir aðilar munu vilja fjárfesta í svona rokkandi businessi sem getur átt það á hættu að vera kollvarpað af einum manni og hans skoðunum. Viðskiptalífið á Íslandi mun eiga það á hættu að einn kall geti kippt stoðunum undan þeim, ef honum líkar ekki vel við þá eða þeirra business. Mér finnst það ekki heillandi viðskiptaumhverfi og væri ekki spennt í að fjárfesta í sterku fyrirtæki með ráðandi markaðshlutdeild, ef einn maður getur svo smellt fingrunum og sagt hingað og ekki lengra: Ég vill ekki að þið séuð að græða svona mikið af peningum og því set ég bara lög sem koma í veg fyrir að það sé hægt!
**það væri óskandi að þingið og þessir forsvarsmenn íslensku þjóðarinnar myndu eyða púðrinu í eitthvað annað og gagnlegra en þetta fjölmiðlafrumvarp!! t.d. dómskerfið á íslandi sem er löngu sannað að er ekki mannúðlegt!! svo ekki sé nú talað um mennta- og heilbrigðiskerfið ... don t get me started on that......... Það er sko meira en tímabært að þau fari að forgangsraða þarna á Alþingi!!!! svo ekki sé meira sagt!
lil'Gretzen

|

föstudagur, apríl 23, 2004

Ungfrú heppin.is með meiru!!!

Það er ekki nóg með það að ég hafi verið að eignast yndislega fullkomna litla frænku í vikunni, heldur vann ég líka í happdrætti:)
Þannig er mál með vexti að síðasta vetrardag fór ég í kokteilboð hjá Lýsingu á Nordica Hotel, þar sem saman voru komnir starfsmenn bílasöluumboða hérna á höfuðborgarsvæðinu... Þetta var voða grand og svakalega flott allt saman, enda haldið á Nordica. Eftir svaka góðan mat og kynningu á starfsemi Lýsingar var komið að happdrættinu. Til að gera stutta sögu enn styttri þá vann mín aðalvinninginn takk fyrir!
100.000kr gjafabréf inná sólarlandaferð hjá Úrval Útsýn takk fyrir!!!! Við hjónin vorum sko ekki á leiðinni neitt af landi brott, eins og gefur að skilja þegar fólk stendur í húsnæðiskaupum - EN ætli það verði ekki smá breyting á þeim plönum núna:) Mú ha ha ha ha.......
*****Gleðilegt sumar og góða helgi elskurnar*****
lil'Gretzen

|

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Ohh ég svooo kát:) Ég eignaðist litla í frænku snemma í morgun og get hreinlega ekki beðið eftir að sjá prinsessuna. Hún er annað barn Gísla bróður míns og Guðlínar konunnar hans, svo nú er Jakob litli orðinn stóri bróðir takk fyrir.
Móður og barni heilsast vel og stóru frænku líka:) hehehhe.. Ég sagði allan tímann að þetta væri stelpa og að sjálfsögðu hafði mín rétt fyrir sér. - Ekki að spyrja að því -
Frí á morgun.... voðalega ljúft finnst mér... ætla bara að slappa af um daginn og skella mér svo í fermingarveislu um kvöldið..
Heyrumst síðar sætubaunir
lil'Gretzen

|

mánudagur, apríl 19, 2004

Yrði maður smá svekktur.....

....alllavega ég......

Mamma mín og pabbi (bestust í heiminum) ákváðu að skella sér í borgarferð til Prag og átti flugvélin að fara í loftið uppúr 12 á hádegi í dag. En nei, nei.. flugvélin var víst biluð í útlandinu og ekkert við því að gera, seinkunn til kl.14.... sem svo breyttist í 16:30, svo 17:30 og núna er flugið ráðgert kl.20:00 í kvöld. Ferðin sem átti að vera 2 og 1/2 sólarhringur verður s.s. ekki nema rétt tæpir 2. Þau eru því bara að chilla í Leifstöð í góðra vina hópi og fengu jú ókeypis kjötbollur og kaffisopa í hádeginu, svona í sárabætur fyrir seiknunina.... hmmmmm, let me think...... kjötbollur og kaffi í leifstöð vs. dýrindis kvöldverður í Prag???? I wonder?!?!?! Mesta svekkelsið finnst mér vera að þetta er í fyrsta skiptið siðan að við systkinin fæddumst að mammzogpabbz eru að skella sér eitthvað út fyrir landsteinana.. og athugið að það eru rétt að verða komin 30 ár síðan!!! Þau eru svo úberdúber nægjusöm þessar elskur að það hálfa væri helmingi meira en nóg:) En ég vona nú samt að þau komist út og fái gott veður og með því! Ef einhverjir eiga það skilið þá eru þá án nokkurs efa þau:)
Góða ferð elskurnar mínar:)
lil'Gretzen

|

laugardagur, apríl 17, 2004

Miss sicky piggy:(

hoj hoj góðir hálsar. Enn og aftur komin helgi, svo ekki kvarta ég - eða kannski smá. Ég er orðin veik og það er náttúrulega bara leiðinlegt. Veiktist á fimmtudaginn, en mætti að sjálfsögðu í vinnu og líka í gær þegar ég tók 15 tíma vakt takk fyrir. Held að það hafi ekkert hjálpað til og ég var bara ónýt þegar ég vaknaði í morgun:( Iss isss isss...... en manni batnar víst ekkert fyrr með því að kvarta; ég læt því bara fara vel um mig uppí rúmi og vona að mér verði batnað á morgun, en þá verður fermingarveisla hérna heima.

Ég átti virkilega skemmtilegt spjall við Immu ömmu mína í gær - en þessi elska átti 85 ára afmæli og var bara í ljómandi góðum gír og hress að vanda. Þið ykkar sem þekkið ömmu mína eða kannist við hana vitið að hún er bara þvílíkur nagli og segir ALLT sem henni dettur í hug. Ekki breytti sú gamla útaf vananum í gær og ég emjaði úr hlátri þegar hún sagði mér hverja kjaftasöguna á fætur annarri. En svo þurfti hún snögglega að hætta að tala í símann því fiskurinn fyrir Geira á Felli var tilbúinn:)

Fórum að sjá Starsky & Hutch í vikunni og við urðum sko ekki fyrir vonbrigðum með hana. **** af fimm mögulegum og Huggy Bear (leikinn af Snoop Doggy Dog) á án efa setningu myndarinnar: I know some people - who know some people - who ROB some people! Segi ekki meir - nema hvað myndin er snilld, ekki missa af henni.

lil' sicky Gretzen
p.s. 2 mánuðir í íbúðina okkar:) 16.júní er dagurinn sem við fáum afhent!!!

|

mánudagur, apríl 12, 2004

Ég hlakka svoo til, ég hlakka alltaf svo til .....

Sjá! Þetta er húsið mitt; eða svona smá partur af því að minnsta kosti:) Það eru ekki nema rétt um 6 vikur þangað til við fáum afhent og við erum að bilast úr spenningi get ég sagt ykkur. En startkostnaðurinn við þetta allt saman er sko ekkert djók!! Myndi ekki kvarta ef mér hlotnaðist sá einkennilegi hæfileiki að skíta seðlum næstu viku og mánuði:p .........hmmmmm.............
Annars er ég búin að hafa það svakalega gott um páskana og gera ýmislegt hérna í borginni. Gönguferðir, afmæli, matarboð og heimsóknir svo eitthvað sé nefnt:) Algjör sæla þetta frí og ekki skemmir að komandi vinnuvika er ekki nema 4 litlir dagar:) Verð nú samt að viðurkenna að maður er búin að sakna mamms&pabbs frekar mikið, enda fyrstu páskarinir mínir án þeirra... Ég veit (algjör kjúklingur) en svona er ég bara. Fyrsta skiptið að sama skapi sem ekkert páskadjamm hefur verið á minni fyrir norðan, en ég hugga mig við það að ég er ennþá að jafna mig eftir Skímó í Miðgarði - páskana 2000!!!! Hjálpi mér góður guð, marsibil, svava og allir hinir:) .... Ekki orð um það meir, ég er hætt í bili og farin...........

lil'Gretzen

|

mánudagur, apríl 05, 2004

Lífið er yndislegt með þér .. það er rétt að byrja c",)

Vá vá vá vá!!!!!
Yndisleg helgi fyrir norðan; svona vægt til orða tekið. Hitti að vísu ekki stelpurnar eins og ég hafði gert ráð fyrir (náði jú aðeins að kíkja á Sylvíu og Marsibil) en gerði annað og meira í staðinn. Við trúlofuðum okkur um helgina **04.04.04.** og var þetta bara yndislegast í heiminum.. Ég er bara á mínu litla bleika skýi núna og verð bara þar, ótrúlega mjúkt & gott og endalaus hamingja hérna hjá okkur.
Svo er skvísan bara 21árs í dag, svo það skemmir ekki fyrir get ég sagt ykkur....
Vinnan kallar engu að síður, svo það er best að halda áfram hérna..
Kossar og knús elskurnar c”,)

lil'Gretzen

|

föstudagur, apríl 02, 2004

c",) Ohh hvað mín er happy og kát c",)

Ohh ég er bara mest kát í dag....
Vikan er bara búin að vera æðisleg frá a-ö. Fór í heimsókn á miðvikudagskveldið til Sigrúnar, Reynis og Anítu Sólar í nýju íbúðina þeirra. Snúllan stækkar og stækkar og er greinlega að drífa sig mikið að verða fullorðin. Íbuðin þeirra er ótrúlega fín og ég bíð spennt eftir matarboði hjá litlu familíunni. Sama kvöld skellti ég mér svo á kaffihús með Oddu beibý & Stínu hjúkku, sem var náttúrulega bara kósý.. Mjög langt síðan við höfum hisst allar þrjár og skemmtilegast við þetta allt var hversu umræðuefnin síðan úr menntó voru breytt .. og Nota Bene þá er bara um ár síðan við kláruðum MK, en miðað við umræðuefnin það kvöldið mætti halda að árin væru orðin a.m.k. fimm talsins.
Gærkvöldið var alveg hreint splendid .. Fengum vinafólk okkar í heimsókn, þau Sigga og Vallý, en þau eru einmitt að kaupa nýja íbúð líka og fá afhent á sama tíma og við:) Jei jei jei.....
Annars fór skvísan í klippingu og litun í dag = Þvílíkt meikover á minni get ég sagt ykkur:) Ég er bara svaka gella þó ég segi sjálf frá ...

Norðurlandið planið um helgina:) Home sweet home – hlakka til að sjá ykkur dósarkrílin min ....

lil'Gretzen

|