Heimur Gretzen....

mánudagur, maí 24, 2004

Sumarfrí!!!

Ég held að ég sé barasta farin í blogg-sumarfrí.. Maður hefur varla tíma til að rita á þessar síður þegar sól fer að hækka á lofti og áhuginn hrapar að sama skapi niður þegar svo margt annað stendur til boða en að innipúkast og tölvast.
Er annars búin að hafa það svakalega gott síðan síðast.. Útskriftarveisla, heimsóknir, golf og skírnarveisla svo eitthvað sé nefnt. Björn Ragnar besti vin og konan hans hún Una Ólöf voru að skíra sæta stubbinn sinn og fékk hann nafnið Hrafnkell Máni. Hann er svo úber sætur að það er bara svakalegt. Hann er líka algjört draumabarn og það gengur bara eins og í sögu hjá litlu familíunni.
Svo styttist óðum í íbúðina okkar og það er vægast sagt mikill spenningur í okkur hjónum yfir þessu öllu saman. Ef allt gengur að óskum flytjum við inn í kringum þjóðhátíðardag vorn, 17.júní.
Ég vona bara að þið eigið öll alveg stórkostlegt sumar og hafið það gott í sumarfríum heima og að heiman:)

Sól og sumarkveðjur - lil'Gretzen

|

þriðjudagur, maí 18, 2004

Ég held að það sé best að segja sem minnst um Eurovisionið á laugardagskvöldið; þrennt verð ég þó að segja: 1. Afhverju varstu að þessum hoppum herra Jónsi minn? 2. Hvað er málið með “gríska Guðinn”?? Maðurinn gat augljóslega ekki sungið og reyndi að bæta lélegan söng sinn upp með flottum konum og lookinu á sér. 3. Ruslana þú rokkaðir feitt!!! Fannast Úkraína vel að sigrinum komin og þau voru búin að leggja mikið á sig til að ná svona langt – sá uppskerir er sáir -.
Annars er ég bara hress að vanda. Sunnudagurinn var voðalega notalegur, rúntað um bæinn, kíkt í búðir; keyptum íþróttatopp og peysu á mína.... langaði mikið í buxurnar í stíl líka, en lét skynsemina ráða og hitt duga:) Svo settumst við inn á kaffihús og fengum okkur kaffibolla og áttum bara svakalega góðan dag.
Aukavinnan mín byrjaði í gærkveldi og hún leggst bara fínt í mig, þetta er fyrir sáá og ég ætla að vinna hjá þeim 4 kvöld í viku, þangað til við fáum íbúðina afhenta. Svo er golfvertíðin byrjuð á fullu. Minn maður tók sig til og vann innanfélagsmót GKG á laugardaginn, svo fórum við út að slá í gærkvöldi og ætlum að vera þvílíkt active í þessu saman. Stefnan er svo tekin á golfhring í Eyjum á fimmtudaginn!!
Ég verð örugglega hooked á þessu sporti áður en langt um líður og finnst það bara alls ekki svo slæm tilhugsun:)
Mucho mucho love....
ykkar lil'Gretzen

|

laugardagur, maí 15, 2004

Eurovision í kveld

Mun hefja sig til flugs í í kvöld??? eða falla um sjálft sig???
Eins og allir vita þá er Eurovision í kvöld og líklega eru flestir, ef ekki allir á leið í Eurovision partý með tilheyrandi gleði og vitleysu. Ég er aftur á móti ekki hundrað prósent sátt við fyrirkomulag undankeppninnar, því það gefur þeim þjóðum sem stigu á svið þar tvöfalda athygli á við hina og þau hljóta jafnframt mun meiri æfingu en hinir. Annars hafði ég nú lúmskt gaman að forkeppninni. Við horfðum á hana þrjár saman og hneyksluðumst meira en góðu hófi gegnir. Ætli lögin hafi ekki verið svona fimm talsins sem okkur fannst eitthvað varið í... Annað var bara hroðbjóður að okkar mati:/
Annars er vikan mín bara búin að vera fín:) Fór í þessar myndatökur útaf bakinu og fæ niðurstöður úr þeim á þriðjudaginn. Í gærkvöldi var svo mikil gleði í vinnunni hjá manninum, en hann vinnur hjá auglýsingastofu hér í bæ og þau voru að flytja í nýtt húsnæði sem er vægast sagt geggjað flott. Við fórum svo öll (staffið + makar) út að borða á Tapas barinn, þar sem setið var og borðað til rúmlega tólf. Maturinn var mjög góður en við fengum: parmaskinku með melónu, nautakjöts-spjót, djúpsteikta smokkfiskshringi, kjúklinga-spjót, silung, chili rækjur, saltfisk og loks ís í eftirétt. Stemmningin á staðnum var svakalega skemmtileg og ég mæli hiklaust með Tapas barnum.
Annars er málið bara golfmót í dag hjá mínum manni (ef hann vaknar einhver tímann) og svo ætlum við að stela krökkunum "mínum" um helgina og kíkja með þau í húsdýragarðinn og gefa þeim ís:)
Góða Eurovisionhelgi elskurnar og ÁFRAM JÓNSI!!!
lil'Gretzen

|

miðvikudagur, maí 12, 2004

Svakalega dugleg:)


Lét loksins verða af því að fara til læknis...
Fyrir 2 mánuðum síðan fór bakið á mér gjörsamlega í klessu og mín er búin að láta það dragast alltof lengi að fara til læknis. Fór að vísu til heimilislæknis sem skrifaði uppá einhverjar pillur fyrir mig, en meira gerði sá ekki. Fór því í gær til íþrótta- og bæklunarlæknis sem taldi að rekja mætti þessa eilífu bakverki mína til mislangra fótleggja, en til að fá þetta allt á hreint fer ég í röntgen- og sneiðmyndatöku, ásamt göngu- og fótleggjamælingu í Domus Medica á morgun. Ég er svo að vona að þetta sé það sem er að hrjá mig og að ég geti bara fengið eitt stk. innlegg og allt lagist bara. Milljón sinnum betra en brjósklos verð ég að segja!
Svo er það bara upphitun fyrir Eurovisiongeimið í kvöld. Ætla að hitta Vóvann, Annza frænda, Svabba kóng og Bjarna bakara, og efast ekki um að kvöldið verði skemmtilegt:) Svo er bara spurning með laugardagskvöldið??? Hvort maður eigi að fara í Eurovision teiti eða skella sér til Vestmannaeyja á golfmót og horfa á herlegheitin með eyjaskeggjum.... Læt bara manninn um að ákveða það, mjög svo hentugt:)
lil'Gretzen

|

mánudagur, maí 10, 2004

Aumingjabloggari með meiru.... I know

Aha, ég veit ég veit.... Aumingjabloggari með meiru!! Síðasta vika var vægast sagt crasy í herbúðum Gretzen og því þurfti bloggið mitt að líða fyrir það, sem og þið elskurnar sem nennið að kíkja hingað inn og lesa þessar sögur mínar...
Það var s.s. tiltektarvika hjá okkur í Heklu í síðustu viku og það gekk jú svona frekar misjafnlega... Sumir stóðu á haus við skrúbb og þrif, þ.m.t. ykkar einlæga... á meðan aðrir hreifðu hvorki sóp né tusku... Okkur í söludeildinni var svo boðið út að borða á Rossopomodoro á miðvikudagskvöldið og það var bara geggjað.. Þvílíkt góður matur og bara fínasta þjónusta... Ég borðaði steik með strákunum á meðan hinar tvær (kynjaskiptingin var s.s. 12 vs. 3 körlunum í hag) létu sér nægja pizzu... Efa það ekki að kjötið hafi bara verið hollara.. en það var allavega súper gott og ég mæli með því eins og staðnum í heild sinni.
Á föstudaginn var svo “grímubúningadagur” hjá okkur í vinnunni, þar sem það var síðasti dagur tiltektarvikunnar... Ég mætti í fótboltagalla a la Linda Hlín (takk fyrir það mín kæra) og gerði bara stormandi lukku.... Hér voru nunnur, munkur, biskup, hirðfífl, englar, ljóskur svo eitthvað sé nefnt og lukkaðist þetta mjög vel.. Að loknum aðalfundi Heklu sem fram fór um kvöldið voru svo veitt ýmiskonar verðlaun fyrir liðna viku... Ég fékk t.d. verðlaun fyrir stórglæsilegt einstaklings framtak (búning og þrif) en ég var sú eina í minni deild sem mætti í búning og þreif eitthvað að viti hjá sér:)
Helginni eyddum við hjónin svo í norðurlandinu og skelltum okkur m.a. í golf, ömmukaffi og svo kíkti ég aðeins á liðið mitt á Hótelinu.... vá hvað maður er dottinn úr norminu þarna heima... sakna ykkar alveg fullt elskurnar..
En svona í lokin, þá er hérna “smá” sýnishorn af minni á föstudaginn....

Bið að heilsa í bili....
lil'Gretzen

|

mánudagur, maí 03, 2004

mánudagur til mæðu

þá fer þessum mánudegi senn að ljúka hér í vinnunni og ég er vægast sagt mjög svo ánægð með það. Dagurinn byrjaði að vísu vel, en ég var að afgreiða danska fjölskyldu í svona 40 mínútur og þau voru æðisleg. Höfðu ekki hugmynd um að við klakabúar lærðum dönsku sem skyldufag í grunn- og menntaskóla og voru ekkert smá hissa þegar ég talaði dönsku við þau inná milli. Þeim fannst það æðislegt og voru ekkert smá stolt af mér... Ég skildi ekki alveg allt sem þau sögðu, en þá töluðum við bara á ensku... Orðaforðinn minn á dönsku nær ekki alveg yfir bílaorðin sko... eitthvað sem ég þarf kannski að fara að rifja upp og læra.
Annars var helgin bara nett:) Fór í bæinn með nokkrum skvísum á föstudaginn og það var bara alveg splendid.. edrú og sæt að vanda - það fyndna við það að vera edrú er að það halda allir að ég sé ólétt en svo er ekki get ég staðfest hér með! hehehehe...
Minn maður fór svo á kostum á laugardaginn, en þá skelltum við oss á Hellu í golfmót og minn gerði sér lítið fyrir og varð 5. af rúmlega 270 manns!! Mín bar settið hans allan tímann og minn maður var sko ekkert lítið ánægður með sína konu get ég sagt ykkur! Menn horfðu á hann öfundaraugum þar sem þeir drösluðust með settin sín í hávaðaroki og kulda - Gréta súperkona fór sko létt með þetta, en var að vísu sofnuð fyrir klukkan níu um kvöldið vegna þreytu... En hvað gerir maður ekki fyrir hinn helminginn sinn:)
Me go home now .... ta ta..
lil'Gretzen

|