Heimur Gretzen....

miðvikudagur, september 29, 2004

tímaleysi....


Hvert fer eiginlega blessaður tíminn.......? Það er alveg sama hvað maður reynir að hægja á honum, þá bara gengur ekki neitt! Það er svooo mikið að gera hjá manni, að það er svakalegt. Eyddi megninu af helginni að vitaskuld yfir skruddunum, en samt er maður ekki alveg á áætlun í öllu námsefninu. Planið er að vinna það upp um helgina, en á laugardaginn er ég búin að boða Iðunni vinkonu í stærðfræði-maraþon at my place! Getið rétt ímyndað ykkur hvað það er spennandi - stærðfræði í allavega 6 klst straight, takk fyrir. En svo ætlum við líka að verðlauna okkur ef vel gengur og kíkja smá í kringlið eða limalind.. Svo framarlega sem við verðum nógu duglegar til að eiga það skilið.
Fór annars í próf í fjárhagsbókhaldi á mánudagsmorguninn og stóð mig líka svona glimrandi vel:) og var sko bara meira en sátt við mitt! svo er bara að reyna að halda áfram á sömu braut og vona að það fari nú að hægjast eitthvað á þessum blessaða tíma!

lil'Gretzen

|

mánudagur, september 27, 2004

þið eruð nú á mínu valdi......

..... já já ég get svo svarið það!! ég held bara að mér hafi hlotnast sú náðargáfa að geta dáleitt annað fólk eftir að ég fór að sjá Dávaldinn Shalis (eða eitthvað) á broadway í gær! Fólk er bara búið að hneigja sig og beygja í dag, allt eftir mínu höfði og mér líður eins og drottningu!! I WISH! En þessi gaur er snillingur - ég hélt ég myndi bara skvetta úr skvísunni þarna í gærkveldi ég hló svooo mikið! Það sem honum tókst að láta fólkið gera var bara argasta snilld! Hann ætlar að koma aftur eftir hálft ár og þá ætla ég að skella mér uppá sviðið og gá hvort að hann geti dáleitt mig.
Honum tókst að dáleiða Gísla bró sem fór með mér, en ekki á þann hátt að hann færi að gera einhvern skandal, heldur sat Gísli sem frosinn maður í um klukkutíma og gat hvorki fært legg né lið! vá hvað ég hló!
Það voru nokkrir þarna sem hann tók svooo illilega í gegn að þau eiga örgglega eftir að ganga með hauspoka í margar vikur til að fólk þekki þau ekki á götum úti! Þ.á.m. var ungur kennari úr Verzló sem ég efa að muni vera tekinn alvarlega það sem eftir er annarinnar!
-----------------------
annars var helgin tileinkuð fjárhagsbókhaldi frá a-z, (vaknaði einmitt kl. 6 í morgun og settist fyrir framan tölvuna til að taka fjárhagsbókhaldspróf á netinu - en ég fæ úr því á morgun!! 7-9-13), en restin af helginni (þ-ö) fóru í svövu mína, stínu fínu og gilla bró:)
lil'Gretzen dávaldurinn mikli!

|

föstudagur, september 24, 2004

Gréta litla grasekkja.....

jæja þá er maður bara orðin grasekkja í 9 daga takk fyrir - bara hrikalegt get ég sagt ykkur!! En maðurinn er farinn í golfævintýri til Frakklands hvorki meira né minna og mín á klakanum að vinna fyrir búinu & skólast til að fá nú vonandi sómasamleg laun þegar maður verður stór! en nóg um það...
Það er föstudagur og þegar ég er búin að vinna og búin í dæmatíma í fjárhagsbókhaldi og búin í ræktinnni og búin að fá mér smá að borða, ÞÁ ætla ég að kíkja á kaffihús með nokkrum sætum blönduósskvísum og hlakka bara fullt til, enda alltof langt síðan ég hef hitt þessar elskur:)
Annars verð ég að segja ykkur svolítið fyndið...
Þegar við hjónin vorum að tannbursta okkur fyrir svefninn í gærkvöldi gerðust undur og stórmerki. Ég var byrjuð að bursta og Svanþór búinn að setja tannkrem á burstann sinn og ætlar rétt að dýfa honum undir vatnsbununa áður en hann hæfist handa EN þá var tannkremið bara HORFIÐ af burstanum. Hann stundi bara upp; Hvert fór tannkremið? og ég truflaðist úr hlátri & nota bene með munninn fullan af tannkremi og svoleiðis gumsi. Við í hláturskasti leituðum svo af þessari blessuðu tannkremsklessu, sem hafði gjörsamlega gufað upp!!!
Annars er jú helgin framundan og planið hjá minni eru skólabækurnar, dávaldurinn ógurlegi og vonandi eitthvað smá fleira skemmtilegt:)
knús í kroppen
lil'Gretzen

|

mánudagur, september 20, 2004

*kling kling*

ég er að segja ykkur það - maður klingir eins og ég veit ekki hvað þessa dagana!! enda varla annað hægt þar sem það er svo mikið af litlum sætum krílum í kringum mann, svo ekki ég talað um bumbubúa! Odda vinkona er einmitt með bumbuna útí loftið -komin 6 mánuði á leið- og er svooo nett og sæt samt. Þetta fer henni líka svo vel og þau hjónakornin bíða spennt eftir komu erfingjans. Vinkona hans Svanþórs er líka að fara að koma með kríli, svo það eru bara ófrískar konur úti um allt:) og mér finnst það æði!
það er alltaf verið að spyrja mig hérna í vinnunni, hvort að við séum ekki á leiðinni að koma með kríli í heiminn og ég get nú ekki annað sagt en vá hvað það hljómar freistandi!!!!
*í þessum töluðu orðum er krakki með brjálæðiskast hérna í vinnunni og foreldrarnir ekki sáttir* ....hmmmmmmmmmmmm... en ég klingi samt.
Eins og stína mín orðaði það, þá er það svolítið freistandi að "gleyma" pillunni svona eins og einu sinni eða svo, EN það er ekki þar með sagt að ég ætli að gera það. Ó nei! Ég ætla að þrauka eilítið lengur og stefni ekki á barneignir alveg strax ...
Hvenær haldið þið annars að ég muni koma með lítinn Laxdal í heiminn?
Bara svona smá forvitni í minni.... ekki vera feimin:)
lil'Gretzen

|

föstudagur, september 17, 2004

í hringavitleysu drauma minna

ég verð að segja ykkur hvað mig dreymdi í nótt.. það er greinilega ekki allt með felldu í kollinum á mér þessa dagana og vill ég meina að skólastressið sé eitthvað að brengla þessar sellur mínar þessa dagana.
Draumurinn var svona: Ég var í ræktinni í góðum fíling og svitnaði eins og svín við þetta púl mitt. Svo er ég að fara inní klefa og labba framhjá barnagæslunni og viti menn þar rekst ég á Dag "Johnny Bravo" -hef ekki séð hann hvað þá talið við manninn í þúsund ár.. enda þekki ég hann ekki baun. Hann situr allavega þarna og er að klæða lítinn stubba í útigalla og ég bara átti ekki til orð; kallinn orðinn pabbi!! svo fer ég eitthvað að spjalla við hann og jú jú hann átti þennan grísling. Svo spyr ég hver mamman sé og þá svarar hann: Það er nú gömul bekkjasystir þín Gréta. Ég varð náttúrulega bara eitt spurningarmerki í framan og get með engu móti giskað á hver það sé. Hann segir mér svo að Aníta, sé barnsmóðir hans og unnusta og þau séu búin að vera lengi saman.... Ég bara eitthvað: Ha!!! en hún á heima á Portúgal og á þar barn og mann.... Nei, nei það passaði s.s ekki - hún hafði aldrei verið þar og átti bara þetta eina barn með Degi. Ég spurði þá hvort að hún væri þá hérna nálægt og jújú, þá var hún að keppa í TajKwonDo (eða eitthvað) í öðrum sal í húsinu. Mín bara drífur sig af stað og ætlar aldeilis að spjalla við hana. Þegar ég sé svo Anítu er hún orðin 70kílóa MASSATRÖLL og bara einhver sterabolti og ég fékk bara þetta líka brjálæðislega hláturkast því hún hafði alltaf verið svo lítil og sæt.
Að svo búnu vaknaði ég, ennþá hlæjandi....
Segiði svo að ég sé ekki orðin eitthvað skrítin.......
lil'Gretzen

|

miðvikudagur, september 15, 2004

nýtt look og alles

sko mína, bara búin að taka bloggið í face-lift (svona eins og ruth reginalds) og komin með strangt æfinga- og uppbyggingarprógramm fyrir það.
á eftir að adda inn commenta-link, svo yfirlýsingarnar ykkar og viðbrögð verða að bíða betri tíma.. :(
lil'Gretzen

|

geeeiiissssp

Jæja kæru vinir - ég er vöknuð úr dvala og hef ákveðið að hefja aftur skrif á veraldarvefnum - ykkur til gleði og yndisauka án nokkurs vafa:)
Ég gæti vel rekið allt það sem á daga mína hefur drifið síðan ég fór í þetta margumtalaða sumarfrí; en þá yrði það líka ansi langt innlegg.
Svo ég stikla því bara á stóru - sem ég er einmitt nýbúin að læra í Aðferðafræði að má alls EKKI gera í ritgerðum á háskólastigi!! og nefni þá 3 atburði sem standa uppúr eftir þennan sumardvala minn:
1.Prinsessan Guðrún Perla bættist í fjölskylduhópinn í april sl. Til lukku brósi minn, mágkona og stóri bróðirinn!
2.Fluttum í nýju íbúðina okkar í sumar; sumir vilja kalla þetta afdali, aðrir kerskála 3 og enn aðrir óbyggðir. En þetta er nú ekki svo langt í burtu er það??? ehehehe..
3.Byrjuð í fjarnámi frá Háskólanum á Akureyri -3 fög- og telst því vera í 160% vinnu núna takk fyrir. Maður var busy fyrir, en núna þarf mamma mín hérumbil að panta tíma til að heyra í mér!
-----
ætla ekki að hafa þetta meira í bili, gæti bara fengið aðsvif ef ég fer of hratt af stað eftir þennan langa sumardvala minn!
lil'Gretzen

|