Heimur Gretzen....

miðvikudagur, september 15, 2004

geeeiiissssp

Jæja kæru vinir - ég er vöknuð úr dvala og hef ákveðið að hefja aftur skrif á veraldarvefnum - ykkur til gleði og yndisauka án nokkurs vafa:)
Ég gæti vel rekið allt það sem á daga mína hefur drifið síðan ég fór í þetta margumtalaða sumarfrí; en þá yrði það líka ansi langt innlegg.
Svo ég stikla því bara á stóru - sem ég er einmitt nýbúin að læra í Aðferðafræði að má alls EKKI gera í ritgerðum á háskólastigi!! og nefni þá 3 atburði sem standa uppúr eftir þennan sumardvala minn:
1.Prinsessan Guðrún Perla bættist í fjölskylduhópinn í april sl. Til lukku brósi minn, mágkona og stóri bróðirinn!
2.Fluttum í nýju íbúðina okkar í sumar; sumir vilja kalla þetta afdali, aðrir kerskála 3 og enn aðrir óbyggðir. En þetta er nú ekki svo langt í burtu er það??? ehehehe..
3.Byrjuð í fjarnámi frá Háskólanum á Akureyri -3 fög- og telst því vera í 160% vinnu núna takk fyrir. Maður var busy fyrir, en núna þarf mamma mín hérumbil að panta tíma til að heyra í mér!
-----
ætla ekki að hafa þetta meira í bili, gæti bara fengið aðsvif ef ég fer of hratt af stað eftir þennan langa sumardvala minn!
lil'Gretzen

| |