Heimur Gretzen....

föstudagur, september 24, 2004

Gréta litla grasekkja.....

jæja þá er maður bara orðin grasekkja í 9 daga takk fyrir - bara hrikalegt get ég sagt ykkur!! En maðurinn er farinn í golfævintýri til Frakklands hvorki meira né minna og mín á klakanum að vinna fyrir búinu & skólast til að fá nú vonandi sómasamleg laun þegar maður verður stór! en nóg um það...
Það er föstudagur og þegar ég er búin að vinna og búin í dæmatíma í fjárhagsbókhaldi og búin í ræktinnni og búin að fá mér smá að borða, ÞÁ ætla ég að kíkja á kaffihús með nokkrum sætum blönduósskvísum og hlakka bara fullt til, enda alltof langt síðan ég hef hitt þessar elskur:)
Annars verð ég að segja ykkur svolítið fyndið...
Þegar við hjónin vorum að tannbursta okkur fyrir svefninn í gærkvöldi gerðust undur og stórmerki. Ég var byrjuð að bursta og Svanþór búinn að setja tannkrem á burstann sinn og ætlar rétt að dýfa honum undir vatnsbununa áður en hann hæfist handa EN þá var tannkremið bara HORFIÐ af burstanum. Hann stundi bara upp; Hvert fór tannkremið? og ég truflaðist úr hlátri & nota bene með munninn fullan af tannkremi og svoleiðis gumsi. Við í hláturskasti leituðum svo af þessari blessuðu tannkremsklessu, sem hafði gjörsamlega gufað upp!!!
Annars er jú helgin framundan og planið hjá minni eru skólabækurnar, dávaldurinn ógurlegi og vonandi eitthvað smá fleira skemmtilegt:)
knús í kroppen
lil'Gretzen

| |