Heimur Gretzen....

föstudagur, september 17, 2004

í hringavitleysu drauma minna

ég verð að segja ykkur hvað mig dreymdi í nótt.. það er greinilega ekki allt með felldu í kollinum á mér þessa dagana og vill ég meina að skólastressið sé eitthvað að brengla þessar sellur mínar þessa dagana.
Draumurinn var svona: Ég var í ræktinni í góðum fíling og svitnaði eins og svín við þetta púl mitt. Svo er ég að fara inní klefa og labba framhjá barnagæslunni og viti menn þar rekst ég á Dag "Johnny Bravo" -hef ekki séð hann hvað þá talið við manninn í þúsund ár.. enda þekki ég hann ekki baun. Hann situr allavega þarna og er að klæða lítinn stubba í útigalla og ég bara átti ekki til orð; kallinn orðinn pabbi!! svo fer ég eitthvað að spjalla við hann og jú jú hann átti þennan grísling. Svo spyr ég hver mamman sé og þá svarar hann: Það er nú gömul bekkjasystir þín Gréta. Ég varð náttúrulega bara eitt spurningarmerki í framan og get með engu móti giskað á hver það sé. Hann segir mér svo að Aníta, sé barnsmóðir hans og unnusta og þau séu búin að vera lengi saman.... Ég bara eitthvað: Ha!!! en hún á heima á Portúgal og á þar barn og mann.... Nei, nei það passaði s.s ekki - hún hafði aldrei verið þar og átti bara þetta eina barn með Degi. Ég spurði þá hvort að hún væri þá hérna nálægt og jújú, þá var hún að keppa í TajKwonDo (eða eitthvað) í öðrum sal í húsinu. Mín bara drífur sig af stað og ætlar aldeilis að spjalla við hana. Þegar ég sé svo Anítu er hún orðin 70kílóa MASSATRÖLL og bara einhver sterabolti og ég fékk bara þetta líka brjálæðislega hláturkast því hún hafði alltaf verið svo lítil og sæt.
Að svo búnu vaknaði ég, ennþá hlæjandi....
Segiði svo að ég sé ekki orðin eitthvað skrítin.......
lil'Gretzen

| |