Heimur Gretzen....

mánudagur, september 20, 2004

*kling kling*

ég er að segja ykkur það - maður klingir eins og ég veit ekki hvað þessa dagana!! enda varla annað hægt þar sem það er svo mikið af litlum sætum krílum í kringum mann, svo ekki ég talað um bumbubúa! Odda vinkona er einmitt með bumbuna útí loftið -komin 6 mánuði á leið- og er svooo nett og sæt samt. Þetta fer henni líka svo vel og þau hjónakornin bíða spennt eftir komu erfingjans. Vinkona hans Svanþórs er líka að fara að koma með kríli, svo það eru bara ófrískar konur úti um allt:) og mér finnst það æði!
það er alltaf verið að spyrja mig hérna í vinnunni, hvort að við séum ekki á leiðinni að koma með kríli í heiminn og ég get nú ekki annað sagt en vá hvað það hljómar freistandi!!!!
*í þessum töluðu orðum er krakki með brjálæðiskast hérna í vinnunni og foreldrarnir ekki sáttir* ....hmmmmmmmmmmmm... en ég klingi samt.
Eins og stína mín orðaði það, þá er það svolítið freistandi að "gleyma" pillunni svona eins og einu sinni eða svo, EN það er ekki þar með sagt að ég ætli að gera það. Ó nei! Ég ætla að þrauka eilítið lengur og stefni ekki á barneignir alveg strax ...
Hvenær haldið þið annars að ég muni koma með lítinn Laxdal í heiminn?
Bara svona smá forvitni í minni.... ekki vera feimin:)
lil'Gretzen

| |