Heimur Gretzen....

miðvikudagur, september 29, 2004

tímaleysi....


Hvert fer eiginlega blessaður tíminn.......? Það er alveg sama hvað maður reynir að hægja á honum, þá bara gengur ekki neitt! Það er svooo mikið að gera hjá manni, að það er svakalegt. Eyddi megninu af helginni að vitaskuld yfir skruddunum, en samt er maður ekki alveg á áætlun í öllu námsefninu. Planið er að vinna það upp um helgina, en á laugardaginn er ég búin að boða Iðunni vinkonu í stærðfræði-maraþon at my place! Getið rétt ímyndað ykkur hvað það er spennandi - stærðfræði í allavega 6 klst straight, takk fyrir. En svo ætlum við líka að verðlauna okkur ef vel gengur og kíkja smá í kringlið eða limalind.. Svo framarlega sem við verðum nógu duglegar til að eiga það skilið.
Fór annars í próf í fjárhagsbókhaldi á mánudagsmorguninn og stóð mig líka svona glimrandi vel:) og var sko bara meira en sátt við mitt! svo er bara að reyna að halda áfram á sömu braut og vona að það fari nú að hægjast eitthvað á þessum blessaða tíma!

lil'Gretzen

| |