Heimur Gretzen....

föstudagur, október 01, 2004

Idol-smædol

Yeahhh baby yeahhh:) Idolið er að byrja í kvöld og ég er svoooo mikill nörd og hlakka bara svo fullt til að horfa á það. Fer heim til Gísla & co, en þau voru svo elskuleg að bjóða litlu grasekkjunni í mat og idolgleði. Takk elskurnar mínar!!
Annars er lítið að frétta frá því síðast .. ég fór jú í plokkun og litun til að gera mig sæta áður en maðurinn kemur heim og svo er það bara stærðfræðimaraþonið á morgun!!! Það sem við ætlum að vera duglegar get ég sagt ykkur!!!
Gömlu koma vonandi í bæinn í kvöld og mamma mín er náttúrulega bara sætust ever. Hringdi í mig áðan og spurði hvort hún mætti ekki koma með skó eru til í kaufó .. ég meina Húnakaup og leyfa mér að sjá.. Voða flottir sagði hún og langaði svo að sýna mér þá:) og ef þeir passa .. gefa mér þá:) ææiii hún er náttúrulega bara best þessi elska:)
.................... en Idolið jújú... það er bara spurning hvort að ég fari ekki bara í prufur að ári!! Hvernig væri það nú?!?!?! hehehehe .. jú eða ekki:p Það myndi klárlega enda þau plön mín að verða einn góðan veðurdag forseti lýðveldis okkar:) .. en þið eigið eftir að heyra af þeim plönum mínum síðar:)
knús og kremjur,
ykkar litla gretzen

| |